Maður í annarlegu ástandi sprautaði úr brunaslöngu á þingvörð í bílakjallara Alþingis Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 18:42 Lögreglan hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald. Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira
Yfir fimmtíu mál komu inn á borð lögreglu frá klukkan ellefu í morgun til fimm nú síðdegis. Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á tímabilinu. Rétt fyrir klukkan fjögur í dag óskuðu þingverðir eftir aðstoð lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi í bílakjallara þinghússins. Þingvörður hafði haft afskipti af manninum og beðið hann að yfirgefa bílakjallarann en hafði ekki erindi sem erfiði því maðurinn svaraði með því að sprauta úr slöngunni á þingvörðinn. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna hegðunar og ástands. Á fimmta tímanum barst lögreglu tilkynning um átta „undarlega“ krakka í Hafnarfirði. Þegar lögregla kom á vettvang var ekkert annað að sjá en útskrift við Flensborgarskólann en enga undarlega krakka. Klukkan ellefu í morgun var svo tilkynnt um eftirlitslaust barn á svölum fjölbýlishúss í Breiðholti og engan fullorðinn að sjá. Barnið, sem er tveggja ára gamalt, hafði verið í umsjá unglingssystur sinnar á meðan móðir þeirra var í vinnu en systirin hafði steinsofnað. Bæði móður og barnaverndarnefnd var gert viðvart. Í Kópavogi óskaði svo starfsfólk verslunar eftir aðstoðar lögreglu vegna þjófnaðar en þar höfðu tvær fjórtán ára stúlkur verið staðnar að búðarhnupli en þær höfðu tekið snyrtivörur ófrjálsri hendi. Forráðamenn voru boðaðir á staðinn og tilkynning send við barnaverndarnefndar. Um hádegisbil var tilkynnt um umferðaróhapp í Grafarholti en tjónvaldur hafði yfirgefið vettvang. Ekið hafði verið á kyrrstæða og mannlausa bifreið en engin slys urðu á fólki. Vitni sáu atvikið og gáfu lögreglu skýrslu sem hafði síðan samband við grunaðan tjónvald.
Alþingi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Sjá meira