(Lækkun) og hækkun – en samt besta verð? Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar