Forseti Real Madrid lofar að sjá um son Reyes þar til hann verður átján ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 11:00 Jose Antonio Reyes á tíma sínum sem leikmaður Real Madrid liðsins. Nú reynir sonur hans fyrir sér hjá félaginu og fær stuðning frá forseta félagsins. Getty/Denis Doyle Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði. Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes. Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar. Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar. Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.Cristóbal Soria desvela la promesa que hizo Florentino con el hijo mayor de Reyes https://t.co/3DfmP54V8Y — MARCA (@marca) June 4, 2019Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða. Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum. „Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum. „Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria. „Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria. Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina. Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.Heartwarming gesture from Florentino Perez. One Spanish sportscaster reports that the @realmadrid president has offered to take care of Jose Antonio Reyes's son after the former player lost his life in a car accident. #Reyes#Perez#RealMadridhttps://t.co/9kGgUsIT4g — FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 4, 2019 Spánn Spænski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29 Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Sviplegt fráfall spænska knattspyrnumannsins Jose Antonio Reyes hafði mikil áhrif á alla í knattspyrnuheiminum og sérstaklega í herbúðum þeirra félaga þar sem hann spilaði. Eitt af þeim er Real Madrid og þangað stefndi einmitt sonur Jose Antonio Reyes. Jose Antonio Reyes lést í skelfilegu bílslysi á hraðbraut rétt hjá Sevilla. Hann missti stjórn á bílnum á miklu hraða eftir að það sprakk dekk og bílinn endaði alelda utan vegar. Jose Antonio Reyes Lopez er ellefu ára sonur Reyes og hann var búinn að ákveða það að skipta yfir í unglingalið Real Madrid í sumar. Strákurinn lék í vetur með Leganes en hann og faðir hans voru búnir að ákveða það að hann færi til Real Madrid.Cristóbal Soria desvela la promesa que hizo Florentino con el hijo mayor de Reyes https://t.co/3DfmP54V8Y — MARCA (@marca) June 4, 2019Spænska blaðið Marca segir frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi nú boðist til að sjá um Jose Antonio Reyes Lopez næstu sjö árin eða þar til að hann verður átján ára gamall og sjálfráða. Það var Cristobal Soria sem sagði fyrst frá þessu í El Chiringuito sjónvarpsþættinum. „Perez var magnaður, ótrúlegur,“ sagði Cristobal Soria með tárin í augunum. „Það ótrúlegt að hann væri tilbúinn að hugsa um strákinn í allan þennan tíma,“ sagði Cristobal Soria. „Perez sagði við mig að hann ætlaði að passa upp á strákinn fram yfir átján ára afmælið hans og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu,“ sagði Cristobal Soria. Jose Antonio Reyes sjálfur lék með Real Madrid tímabilið 2006 til 2007 en hann kom þangað á láni frá Arsenal. Reyes skoraði 6 mörk í 30 leikjum í deildinni og hjálpaði Real að vinna spænsku deildina. Það var aftur á móti ekki Real Madrid sem keypti hann frá Arsenal sumarið eftir heldur Atlético Madrid.Heartwarming gesture from Florentino Perez. One Spanish sportscaster reports that the @realmadrid president has offered to take care of Jose Antonio Reyes's son after the former player lost his life in a car accident. #Reyes#Perez#RealMadridhttps://t.co/9kGgUsIT4g — FOX Sports Asia (@FOXSportsAsia) June 4, 2019
Spánn Spænski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29 Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Sjá meira
Fyrrum Englandsmeistari með Arsenal lést í bílslysi Jose Antonio Reyes, fyrrum leikmaður Arsenal, er látinn 35 ára að aldri. Hann lést í bílslysi á Spáni. 1. júní 2019 11:29
Bíll Jose Antonio Reyes var á 237 kílómetra hraða Jose Antonio Reyes lést í umferðarslysi um helgina en nú er vitað meira um slysið sem varð á hraðbraut nálægt Sevilla. 3. júní 2019 14:15