Evrópa getur ekki lengur horft í gegnum fingur sér með Katalóníu Alfred Bosch skrifar 5. júní 2019 07:00 Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Pólitískur fangi í málaferlum í Madrid, fyrrverandi forseti Katalóníu og fyrrverandi ráðherra í útlegð í Belgíu – þessir menn hafa allir verið kjörnir á Evrópuþing. Oriol Junqueras, Carles Puidgemont og Toni Comín hafa verið valdir af ríkisborgurum Spánar og Katalóníu sem forsvarsmenn þeirra í Brussel og Strassborg. Þegar þingið er sett 2. júlí getur Evrópa ekki litið undan kúgun Spánar á Katalóníu því hún verður beint fyrir framan nef hennar á Evrópuþinginu. Rétt eins og gerðist á þingi Spánar örfáum dögum fyrir ESB-kosningar mun Oriol Junqueras, leiðtogi vinstri lýðveldissinna í Katalóníu, getað sótt réttindi sín sem kjörinn þingmaður. Eða hvað? Verður hann sviptur stjórnmálalegum og lýðræðislegum réttindum sínum? Til þessa hefur Carles Puidgemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra, verið meinaður aðgangur að Evrópuþingi í síðustu viku þar sem þeir voru að sögn ekki fullskráðir Evrópuþingmenn, á sama tíma og öðrum Evrópuþingmönnum voru gefnar tímabundnar faggildingar. Og að lokum þegar Evrópuþingið ákvað að draga til baka tímabundnar faggildingar til að koma í veg fyrir pólitískan ágreining við Spán. Svipting á pólitískum réttindum samræmist evrópsku lýðræði. Eins og franski evrópuþingmaðurinn José Bové sagði á pólitískum fundi í Barselóna í aðdraganda kosninganna: „Ef Oriol Junqueras er ekki við hlið mér þegar Evrópuþingið er sett verður þingið ekki lögmætt.“ Og þingið verður ekki lögmætt án pólitíska fangans og útlagans þar sem pólitísk réttindi þeirra eru að fullu ósnortin. Dómstólar eiga að virða lög og vilja kjósenda. Oriol Junqueras hefur hingað til eytt nítján mánuðum í varðhaldi og situr nú fyrir hæstarétti Spánar af pólitískum ástæðum fyrir að nýta grundvallarréttindi sín, þrátt fyrir að vera löglega kjörinn fulltrúi Evrópuþingsins. Frelsisbandalag Evrópu (EFA) bjóst við hinu sama þegar það valdi sér sérstakan frambjóðanda í forsetastól framkvæmdastjórnar ESB í fyrsta sinn fyrr á þessu ári. Til þess að vekja athygli á áframhaldandi kúgun á Spáni og sýna mannréttindabrot og skort á lýðræði, og í skugga upprisu öfgahægriafla um alla Evrópu, stillti EFA fram Oriol Junqueras. Í augum EFA er hann talsmaður frelsis og lýðræðis. Það eru einmitt þessi gildi sem Katalónia berst nú fyrir að varðveita. Katalónskir flokkar á Evrópuþinginu vinna að því að byggja upp ESB og vilja fá að taka þátt í mikilvægum umræðum um þessa uppbyggingu og standa vörð um mannréttindi og frelsi. Lýðveldissinnar vilja vinna að félagslegu réttlæti fyrir Evrópu. Öfugt við Brexit-liða hafa Katalónar aldrei gefist upp á Evrópu og vilja áfram vera innan sambandsins. Aðgerðaleysi Evrópu í málum katalónskra ráðherra, forseta þingsins og aðgerðarsinna sem nú eru í gæsluvarðhaldi eða útlegð vakti vonbrigði. Hins vegar hefur katalónskt samfélag trú á evrópsku dómskerfi og í Evrópu hófum við fundið fyrir samkennd og eignast nýja bandamenn. Katalónía hefur alltaf tekið þátt í þróun þessa samevrópska verkefnis. Bæði héraðsstjórn og almennir borgarar hafa tekið þátt í evrópskri umræðu og lagt fram tillögur, hugmyndir og verkefni. Nú er kominn tími til þess að Evrópa geri eitthvað fyrir Katalóníu. Evrópa á að hafa stofngildi sambandsins í huga og standa vörð um réttindi borgara og stuðla að viðræðum.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar