Vilja að borgaryfirvöld grípi gæsina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:00 Íbúar í Breiðholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. FBL/Jón Sigurðsson Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við. Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Helgu Árdísi Kristiansen, íbúa í Breiðholtinu, brá illilega í brún þegar gæs réðst á hana þegar hún var í miðjum hjólatúr í síðustu viku. Gæsin er sögð afar stygg og heldur til við hringtorgið hjá Stekkjarbakka. Íbúar lýsa því hvernig hún ýmist kvæsir á gangandi og hjólandi vegfarendur eða hreinlega ræðst til atlögu. „Ég var á hjóli og allt í einu með gæs á öxlinni. Við horfðumst í augu og görguðum á hvor aðra. Mér tókst að detta ekki, sem var ótrúlegt því ég er á frekar stóru hjóli og þetta var fyrsti hjólatúrinn minn í sumar,“ segir Helga Árdís í samtali við fréttastofu.Í Facebook-hópi fyrir íbúa Breiðholts hefur skapast umræða um umrædda gæs. Einn kveðst hafa tekið eftir gæsinni við hringtorgið í nokkrar vikur. Nokkrir netverjanna telja líklegt að gæsin hafi misst maka sinn og að gæsin hafi ekki fært sig um set síðan. Einn Breiðhyltinganna segist nokkrum sinnum hafa séð gæsina ráðast að hjólreiðarfólki og gangandi vegfarendum. Kona sem gengur þarna reglulega með barnavagn segir að gæsin hvæsi undantekningarlaust á sig. „Ef hún er virkilega að ráðast á fólk þyrfti þá ekki að fjarlægja hana? Gæti ráðist á barn eða eldri borgara eða valdið slysi hjá hjólreiðamanni… þetta eru engir smáfuglar þessar gæsir og þetta er við umferðagötu.“ Helga Árdís hefur tvisvar haft samband við lögreglu vegna málsins en hún vísar á borgaryfirvöld. „Fyrir mér snýst þetta eingöngu um öryggismál þeirra sem eru í umferðinni, bæði þeirra sem eru á hjólum og barnanna. Það eru margir sem fara yfir þessi gatnamót“. Helga Árdís segist vera mikill dýravinur en þau megi aftur á móti ekki reynast fólki hættuleg. „Ég elska að stoppa við í Elliðaárdalnum og fylgjast með fulgalífinu þar og alls staðar, þetta er bara nokkra metra frá en þetta er bara sú eina sem er að skipta sér af fólki,“ sagði Helga Árdís sem vonast til þess að borgaryfirvöld bregðist skjótt við.
Dýr Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira