Forréttindi að lifa fyrir fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 4. júní 2019 09:00 Magnaður Gunnleifur. VÍSIR/ANTON Gunnleifur setti metið þegar hann stóð á milli stanganna í sannfærandi sigri Breiðabliks gegn FH í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar en sigurinn fleytti Blikum á topp deildarinnar nú þegar um það bil tveggja vikna hlé verður gert á deildinni vegna landsleikja. Gunnleifur, sem fagnar 44 ára afmæli sínu síðar í sumar, lék þá sinn 424. leik á Íslandsmóti í meistaraflokki og sló met Hornfirðingsins Gunnars Inga Valgeirssonar. Gunnleifur og Gunnar Ingi eru í fámennum hópi leikmanna sem hafa spilað meira en 400 deildarleiki hér heima en þar er einnig Siglfirðingurinn Mark Duffeld.Ferillinn spannar 25 ár Gunnleifur lék sinn fyrsta deildarleik með HK árið 1994 og því er þetta 25. keppnistímabil hans í meistaraflokki. Ásamt því að leika með Breiðabliki og HK hefur Gunnleifur leikið með KR, Keflavík, HK og FH í efstu deild. Þá á hann leiki með KVA á Reyðarfirði og Eski- firði. Gunnleifur spilaði svo erlendis í nokkra mánuði þegar hann léki með Vaduz frá Liechtenstein í efstu deild í Sviss árið 2009. „Ég vissi af því að ég myndi setja met með því að spila þennan leik og var því svona aðeins auka mótíveraður fyrir að vinna. Það var frábært að ná þessum áfanga og gott að þessi tímamótaleikur var sigurleikur. Þessi leikur var hins vegar bara eins og hver annar og ég hef bara þá reglu að leyfa hverjum leik fyrir sig að eiga sitt líf. Ég verð jafn kvíðinn í aðdraganda hvers leiks og jafn feginn þegar honum lýkur og niðurstaðan er jákvæð,“ segir Gunnleifur í samtali við Fréttablaðið um þennan merka leik á leikmannaferli hans.Áhugaverður tími fyrir austan „Þegar ég spilaði minn fyrsta leik fyrir HK þá var ég ekkert að pæla í því hvort ég myndi spila til þrítugs eða fertugs og ég hef alltaf bara tekið einn leik fyrir í einu og eitt tímabil í einu. Ég hef blessunarlega aldrei lent í neinum langtíma meiðslum. Annars værum við líklega ekki að ræða þetta met núna. Ég hef hins vegar margsinnis spilað þrátt fyrir meiðsli og leikið verkjaður. Það er munur á að vera meiddur og óleikfær og finna einhvers staðar til. Ég hef spilað fingurbrotinn og í gegnum sárskauka,“ segir þessi frábæri markvörður.Fólk stundum með aldurinn á heilanum „Það pirrar mig oft þegar fólk hefur aldur minn á heilanum og ég get alveg viðurkennt að það fer í taugarnar á mér að þurfa að svara á hverju hausti hvort að ég ætli að halda áfram. Ég hef hins vegar mjög gaman af því að fara í gegnum ferilinn og rifja upp þær fjölmörgu góðu minningar sem ég á úr boltanum. Sem dæmi fá nefna sumarið sem að ég spilaði fyrir austan. Það var erfitt fyrir tvítugt borgarbarn að flytja austur á stað þar sem voru engar ljósastofur og venjast sveitalífinu. Það var hins vegar mjög þroskandi og skemmtilegur tími,“ segir hann. „Ég hef þróast mjög sem markmaður og þrátt fyrir að ég geti enn sýnt góða fótavinnu og tekið vörslur þar sem ég þarf að skutla mér og sýna snögg viðbrögð þá er ég orðinn betri í að stýra leiknum þannig að ég hafi minna að gera. Ég er orðinn mun betri í að stýra varnarlínunni fyrir framan mig og haga hlutum þannig að ég þurfi sjaldnar að taka á honum stóra mínum. Það gefur mér svo mikið að vera fótboltapabbi og þjálfa unga og efnilega markverði í Breiðablik. Eiginkona mín er svo fyrrverandi knattspyrnukona og ég er einnig að vinna við að tala um fótbolta í sjónvarpi. Lífið snýst því algjörlega um fótbolta sem eru algjör forréttindi,“ segir Gunnleifur sem hefur greinilega brennandi ástríðu fyrir fótbolta. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
Gunnleifur setti metið þegar hann stóð á milli stanganna í sannfærandi sigri Breiðabliks gegn FH í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar en sigurinn fleytti Blikum á topp deildarinnar nú þegar um það bil tveggja vikna hlé verður gert á deildinni vegna landsleikja. Gunnleifur, sem fagnar 44 ára afmæli sínu síðar í sumar, lék þá sinn 424. leik á Íslandsmóti í meistaraflokki og sló met Hornfirðingsins Gunnars Inga Valgeirssonar. Gunnleifur og Gunnar Ingi eru í fámennum hópi leikmanna sem hafa spilað meira en 400 deildarleiki hér heima en þar er einnig Siglfirðingurinn Mark Duffeld.Ferillinn spannar 25 ár Gunnleifur lék sinn fyrsta deildarleik með HK árið 1994 og því er þetta 25. keppnistímabil hans í meistaraflokki. Ásamt því að leika með Breiðabliki og HK hefur Gunnleifur leikið með KR, Keflavík, HK og FH í efstu deild. Þá á hann leiki með KVA á Reyðarfirði og Eski- firði. Gunnleifur spilaði svo erlendis í nokkra mánuði þegar hann léki með Vaduz frá Liechtenstein í efstu deild í Sviss árið 2009. „Ég vissi af því að ég myndi setja met með því að spila þennan leik og var því svona aðeins auka mótíveraður fyrir að vinna. Það var frábært að ná þessum áfanga og gott að þessi tímamótaleikur var sigurleikur. Þessi leikur var hins vegar bara eins og hver annar og ég hef bara þá reglu að leyfa hverjum leik fyrir sig að eiga sitt líf. Ég verð jafn kvíðinn í aðdraganda hvers leiks og jafn feginn þegar honum lýkur og niðurstaðan er jákvæð,“ segir Gunnleifur í samtali við Fréttablaðið um þennan merka leik á leikmannaferli hans.Áhugaverður tími fyrir austan „Þegar ég spilaði minn fyrsta leik fyrir HK þá var ég ekkert að pæla í því hvort ég myndi spila til þrítugs eða fertugs og ég hef alltaf bara tekið einn leik fyrir í einu og eitt tímabil í einu. Ég hef blessunarlega aldrei lent í neinum langtíma meiðslum. Annars værum við líklega ekki að ræða þetta met núna. Ég hef hins vegar margsinnis spilað þrátt fyrir meiðsli og leikið verkjaður. Það er munur á að vera meiddur og óleikfær og finna einhvers staðar til. Ég hef spilað fingurbrotinn og í gegnum sárskauka,“ segir þessi frábæri markvörður.Fólk stundum með aldurinn á heilanum „Það pirrar mig oft þegar fólk hefur aldur minn á heilanum og ég get alveg viðurkennt að það fer í taugarnar á mér að þurfa að svara á hverju hausti hvort að ég ætli að halda áfram. Ég hef hins vegar mjög gaman af því að fara í gegnum ferilinn og rifja upp þær fjölmörgu góðu minningar sem ég á úr boltanum. Sem dæmi fá nefna sumarið sem að ég spilaði fyrir austan. Það var erfitt fyrir tvítugt borgarbarn að flytja austur á stað þar sem voru engar ljósastofur og venjast sveitalífinu. Það var hins vegar mjög þroskandi og skemmtilegur tími,“ segir hann. „Ég hef þróast mjög sem markmaður og þrátt fyrir að ég geti enn sýnt góða fótavinnu og tekið vörslur þar sem ég þarf að skutla mér og sýna snögg viðbrögð þá er ég orðinn betri í að stýra leiknum þannig að ég hafi minna að gera. Ég er orðinn mun betri í að stýra varnarlínunni fyrir framan mig og haga hlutum þannig að ég þurfi sjaldnar að taka á honum stóra mínum. Það gefur mér svo mikið að vera fótboltapabbi og þjálfa unga og efnilega markverði í Breiðablik. Eiginkona mín er svo fyrrverandi knattspyrnukona og ég er einnig að vinna við að tala um fótbolta í sjónvarpi. Lífið snýst því algjörlega um fótbolta sem eru algjör forréttindi,“ segir Gunnleifur sem hefur greinilega brennandi ástríðu fyrir fótbolta.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira