Telur aukið beint flug yfir Atlantshaf framhjá Íslandi alvarlega ógn við hagkerfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2019 17:00 Sækja þarf lengra í austur og vestur til að mæta aukinni tíðni flugferða beint yfir Atlantshaf, framhjá Íslandi. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Skúla á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 sem haldin var í Hörpu í dag. Skúli fór um víðan völl og ræddi meðal annars um hvernig flugfélag stofnað á grunni hins gjaldþrota WOW gæti litið út og blómstrað, eins konar WOW 2.0. Eftir fund ræddi hann einnig um eigin framtíð þar sem meðal annars kom fram að frá gjaldþroti félagsins hann hafi fengið tvö atvinnutilboð, erlendis frá, úr fluggeiranum. Erindið snerist að miklu leyti um þá lærdóma sem draga má af gjaldþroti WOW og kom Skúli stuttlega inn á þá ákvörðun að taka inn Airbus A330 breiðþotur inn í flugflota flugfélagsins. Gjaldþrot WOW air hefur að stórum hluta verið rakið til þessarar ákvörðunar. Í máli Skúla kom einmitt fram að kostnaður hafi aukist mjög eftir að A330-vélarnar bættust við flugflotann.Skúli fór yfir víðan völl í erindinuVísir/VilhelmEnginn spurt af hverju breiðþoturnar? Í erindi sínu útskýrði Skúli af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotunum við og sagðist Skúli hafa saknað þess að fá þá spurningu í umfjöllun um gjaldþrot WOW. „Það er mjög mikilvægt að átta sig á því hvað voru líklega okkar stærstu mistök. Breiðþoturnar. Af hverju? Enginn hefur spurt af hverju við tókum inn breiðþoturnar. Þetta er lykilatriði sem vantar í umræðuna, í fjölmiðlum eða í einhverri bók eða eitthvað. Það verður að spyrja réttu spurninganna. Það hefur enginn spurt af hverju?“ sagði Skúli og vísaði þar meðal annars í nýútkomna bók Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, sem fjallar um ris og fall WOW air. Hófst Skúli þá handa við að útskýra ákvörðunina. „Ástæðan er að núna sjáum við minni flugvélar (e.narrow-body), sem fljúga beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þær fara alveg framhjá Íslandi. Ef ég myndi spyrja hérna hverjir myndu velja að fljúga fyrir sama verð, beint flug eða millilendingu, hversu mörg ykkar myndu velja millilendinga. Enginn. Við veljum öll beint flug,“ sagði Skúli. Þetta væru flugfélög beggja vegna Atlantshafsins að nýta sér í auknum mæli.„Nú flæða inn á markaðinn flug sem fara alveg framhjá Íslandi. Ég hef séð þetta fyrir í nokkurn tíma. Þetta er alvarleg ógn við ferðaþjónustuna á Íslandi og íslenska efnahagskerfið,“ sagði Skúli en tengifarþegareru stór hluti farþega Icelandairogvoru stór hluti farþega WOW air. Margir þeirra nýta sér það að geta stoppað í nokkra daga á Íslandi áður en förinni er haldið áfram. Það gæti því haft töluverð áhrif á afkomu íslenskra flugfélaga velji farþegar bein flug fram yfir tengiflug með viðkomu á Íslandi.Úr erindi Skúla. Grunnhugmyndin að baki WOW 2.0Lengra í austur og lengra í vestur Því sagðist Skúli hafa hafist handa við að finna lausnir á þessum mögulega vanda og svarið hafi verið áfangastaðir lengra og lengra í burtu frá Íslandi. Þannig hafi til að mynda stuttlifað Indlandsflug WOW komið til.„Maður þarf að leita að áfangastöðum sem þessi beinu flug ná ekki til. Maður þarf að fara lengra í austur og lengra í vestur. Því miður var ég svo viss í minni sök og svo ákafur í að koma þessu af stað en eina leiðin til að fara lengra austur og lengra í vestur var að taka inn stærri þotur. Jafn vel þó að ég hafi talið að þetta væri rétt taktík réttlætti þetta samt ekki kostnaðinn,“ sagði Skúli.Eftir á að hyggja hafi hann því átt að bíða eftir langdrægnari minni flugvélum sem eru í bígerð hjá Airbus. Þannig hafi mátt halda í keimlíkan flugflota án þess að færa sig yfir í breiðþoturnar dýru og sækja í áfangastaði lengra í austur og vestur.„Þetta er mjög mikilvægt og lexían sem við lærðum er að maður verður að hafa réttan flugflota og þannig er hægt að halda áfram að vaxa.“ Ferðalög Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, telur að aukin tíðni flugferða beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna, framhjá Íslandi, sé alvarleg ógn við íslensku ferðaþjónustuna sem og hagkerfið. Þetta skýri af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotum inn í flugflota WOW air, sem síðar varð flugfélaginu líklega að falli. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Skúla á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 sem haldin var í Hörpu í dag. Skúli fór um víðan völl og ræddi meðal annars um hvernig flugfélag stofnað á grunni hins gjaldþrota WOW gæti litið út og blómstrað, eins konar WOW 2.0. Eftir fund ræddi hann einnig um eigin framtíð þar sem meðal annars kom fram að frá gjaldþroti félagsins hann hafi fengið tvö atvinnutilboð, erlendis frá, úr fluggeiranum. Erindið snerist að miklu leyti um þá lærdóma sem draga má af gjaldþroti WOW og kom Skúli stuttlega inn á þá ákvörðun að taka inn Airbus A330 breiðþotur inn í flugflota flugfélagsins. Gjaldþrot WOW air hefur að stórum hluta verið rakið til þessarar ákvörðunar. Í máli Skúla kom einmitt fram að kostnaður hafi aukist mjög eftir að A330-vélarnar bættust við flugflotann.Skúli fór yfir víðan völl í erindinuVísir/VilhelmEnginn spurt af hverju breiðþoturnar? Í erindi sínu útskýrði Skúli af hverju ákveðið hafi verið að bæta breiðþotunum við og sagðist Skúli hafa saknað þess að fá þá spurningu í umfjöllun um gjaldþrot WOW. „Það er mjög mikilvægt að átta sig á því hvað voru líklega okkar stærstu mistök. Breiðþoturnar. Af hverju? Enginn hefur spurt af hverju við tókum inn breiðþoturnar. Þetta er lykilatriði sem vantar í umræðuna, í fjölmiðlum eða í einhverri bók eða eitthvað. Það verður að spyrja réttu spurninganna. Það hefur enginn spurt af hverju?“ sagði Skúli og vísaði þar meðal annars í nýútkomna bók Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, sem fjallar um ris og fall WOW air. Hófst Skúli þá handa við að útskýra ákvörðunina. „Ástæðan er að núna sjáum við minni flugvélar (e.narrow-body), sem fljúga beint á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þær fara alveg framhjá Íslandi. Ef ég myndi spyrja hérna hverjir myndu velja að fljúga fyrir sama verð, beint flug eða millilendingu, hversu mörg ykkar myndu velja millilendinga. Enginn. Við veljum öll beint flug,“ sagði Skúli. Þetta væru flugfélög beggja vegna Atlantshafsins að nýta sér í auknum mæli.„Nú flæða inn á markaðinn flug sem fara alveg framhjá Íslandi. Ég hef séð þetta fyrir í nokkurn tíma. Þetta er alvarleg ógn við ferðaþjónustuna á Íslandi og íslenska efnahagskerfið,“ sagði Skúli en tengifarþegareru stór hluti farþega Icelandairogvoru stór hluti farþega WOW air. Margir þeirra nýta sér það að geta stoppað í nokkra daga á Íslandi áður en förinni er haldið áfram. Það gæti því haft töluverð áhrif á afkomu íslenskra flugfélaga velji farþegar bein flug fram yfir tengiflug með viðkomu á Íslandi.Úr erindi Skúla. Grunnhugmyndin að baki WOW 2.0Lengra í austur og lengra í vestur Því sagðist Skúli hafa hafist handa við að finna lausnir á þessum mögulega vanda og svarið hafi verið áfangastaðir lengra og lengra í burtu frá Íslandi. Þannig hafi til að mynda stuttlifað Indlandsflug WOW komið til.„Maður þarf að leita að áfangastöðum sem þessi beinu flug ná ekki til. Maður þarf að fara lengra í austur og lengra í vestur. Því miður var ég svo viss í minni sök og svo ákafur í að koma þessu af stað en eina leiðin til að fara lengra austur og lengra í vestur var að taka inn stærri þotur. Jafn vel þó að ég hafi talið að þetta væri rétt taktík réttlætti þetta samt ekki kostnaðinn,“ sagði Skúli.Eftir á að hyggja hafi hann því átt að bíða eftir langdrægnari minni flugvélum sem eru í bígerð hjá Airbus. Þannig hafi mátt halda í keimlíkan flugflota án þess að færa sig yfir í breiðþoturnar dýru og sækja í áfangastaði lengra í austur og vestur.„Þetta er mjög mikilvægt og lexían sem við lærðum er að maður verður að hafa réttan flugflota og þannig er hægt að halda áfram að vaxa.“
Ferðalög Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12 Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnu í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. 3. júní 2019 11:12
Skúli segist hafa fengið tvö erlend atvinnutilboð úr fluggeiranum Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist hafa fengið tvö atvinnutilboð erlendis frá úr fluggeiranum frá því að flugfélag hans varð gjaldþrota. Hann segir að endurreisn WOW air sé ekki í bígerð á næstunni en að hann myndi stökka á slíkt tækifæri stæði það honum til boða. 3. júní 2019 13:15