Sturluð stemning hjá mæðginum í Madríd Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 3. júní 2019 08:00 Magnús og Hanna fóru til Madríd þrátt fyrir að eiga ekki miða á úrslitaleikinn. Magnús Már Einarsson „Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
„Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira