Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2019 19:45 Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Sjá meira
Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26