Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu Laufey Tryggvadóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun