Koma þarf böndum á Samkeppniseftirlitið Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. júní 2019 08:30 Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Markaðir Samkeppnismál Tengdar fréttir Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki.
Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar