Koma þarf böndum á Samkeppniseftirlitið Helgi Vífill Júlíusson skrifar 19. júní 2019 08:30 Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Markaðir Samkeppnismál Tengdar fréttir Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56 Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Það er næstum því hætt að koma á óvart þegar Samkeppniseftirlitið ógildir samruna fyrirtækja. Upp á síðkastið hefur það gerst harla oft. Stofnunin verður seint sökuð um linkind gagnvart atvinnulífinu. Upplýst var í gær að Samkeppniseftirlitið bannaði Advania að kaupa Wise. Eftirlitið sagði að markaðshlutdeild fyrirtækjanna á Íslandi í bókhaldskerfum yrði um og yfir helmingur og leist ekki á blikuna. Stjórnendur Advania töldu, en fyrirtækin eru með viðskiptavini í nokkrum löndum, að með sameiningunni mætti styrkja stöðu þeirra í harðnandi alþjóðlegri samkeppni enda hafi landamæri á upplýsingatæknimarkaði þurrkast út. Fámennur hópur embættismanna Samkeppniseftirlitsins hefur sett mark sitt á atvinnulíf landsins en lögin sem starfað er eftir þykja matskennd. Embættismennirnir hafa komið í veg fyrir að fyrirtæki, jafnvel úr ólíkum geirum eins og Hagar og Lyfja, fái að sameina krafta sína í því skyni að þjónusta viðskiptavini með betri hætti og hagræða í rekstri. Neytendur tapa á þessum afskiptum og atvinnulífið verður veikara. Það er algengur misskilningur að æskilegt sé að starfrækja samkeppniseftirlit. Þess gerist ekki þörf. Þegar umsvifamikil fyrirtæki verða dýr í rekstri eða gráðug munu keppinautar þeirra leggja allt kapp á að hirða af þeim viðskiptin. Ef íslensku fyrirtækin standa sig ekki er oft auðvelt að versla við erlend á netinu. Það er strembið að reka fyrirtæki og ekki eru allar ferðir til fjár. Mögulega hafa embættismennirnir óafvitandi sparað hluthöfum fúlgur fjár því rannsóknir sýna að 70-90 prósent samruna mistakast. Það er því óþarfi að öfunda öll þau fyrirtæki sem sameinast. Þrátt fyrir að mögulega hafi hið opinbera bjargað fjárhag nokkurra hluthafa fyrir horn er skaðlegt að miðstýra atvinnulífinu með þessum hætti. Vandi íslenskra fyrirtækja er meðal annars að skattar eru með því hæsta sem þekkist í OECD-ríkjunum og þau skortir oft stærðarhagkvæmni. Þess vegna ætti ríkið að róa öllum árum að því að skapa eins heilbrigt viðskiptaumhverfi og kostur er, meðal annars fella niður tolla og lækka skatta, í stað þess að reka stofnun sem horfir stíft á tímabundna markaðshlutdeild. Þegar fyrirtæki eru með mikla markaðshlutdeild og rekin með arðbærum hætti búa þau yfirleitt yfir samkeppnisforskoti. Af þeim sökum eiga keppinautar erfitt með að bjóða betur. Við þær aðstæður er neytendum sinnt eins vel og kostur er. Það er engum greiði gerðum með því að vængstífa slík fyrirtæki.
Samruni Advania og Wise úr sögunni Advania hefur hætt við áður tilkynnt kaup á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise lausnum vegna afstöðu Samkeppniseftirlitsins til kaupanna. Ekkert verður af samruna fyrirtækjanna tveggja. 18. júní 2019 13:56
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar