Senda þúsund hermenn til Austurlanda nær Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2019 07:13 Bandaríkjaher birti í nótt nýjar myndir sem hann segir renna stoðum undir ásakanir þess efnis að Íranir standi á bak við árásir á tvö flutningaskip í liðinni viku. Bandaríska varnarmálaráðuneytið Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn. Er skýringin sögð vera „fjandsamleg hegðun íranskra hersveita,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Fjölgunin er enn ein staðfestingin á þeirri ólgu sem nú ríkir í samskiptum Írans og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að draga þjóð sína út úr kjarnorkusamningnum sem gerður var við Írani og fleiri kjarnorkuríki árið 2015. Þá tilkynntu Íranir í gær að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum sem tilgreint er í fyrrnefndum samningi, sem er talið til þess fallið að auka enn á spennuna. Ekki bætti árás á tvö flutningaskip í Ómanflóa í liðinni viku úr skák. Bandaríkjamenn og Bretar segja Írani hafa staðið að baki árásunum en meðfram tilkynningunni um hermannafjölgunina í gær birti bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnframt nýjar myndir sem það segir renna stoðum undir ásakanirnar. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir aðkomu þeirra að árásunum.Önnur fjölgunin á mánuði Hermönnunum eitt þúsund er ætlað að auka öryggi annarrs herafla sem nú þegar er í Austurlöndum nær. Í tilkynningunni er þó ekkert sagt til um hvar nýju hermönnunum verður komið fyrir. Ekki eru nema örfáar vikur síðan að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá því að fjölgað yrði í herliði Bandaríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs um 1500 hermenn. Þrátt fyrir ásakanirnar og fjölgun hermanna segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, að ríki sitt vilji forðast vopnuð átök við Íran. Bandaríkin vildu þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Fyrrnefndu myndirnar sem birtar voru í gær eiga meðal annars að sýna íranska byltingarverði fjarlægja sprengju af öðru flutningaskipanna, sem og mynd af byltingarvörðum sigla frá vettvangi árásarinnar. Þar að auki er ein myndanna sögð sýna skemmdir sem unnar voru á öðru skipinu, að því er virðist eftir sprengingu. Myndirnar má sjá hér að ofan. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30 Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Bandaríkjaher hefur í hyggju að fjölga í herliði sínu í Austurlöndum nær um eitt þúsund hermenn. Er skýringin sögð vera „fjandsamleg hegðun íranskra hersveita,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Fjölgunin er enn ein staðfestingin á þeirri ólgu sem nú ríkir í samskiptum Írans og Bandaríkjanna, ekki síst eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að draga þjóð sína út úr kjarnorkusamningnum sem gerður var við Írani og fleiri kjarnorkuríki árið 2015. Þá tilkynntu Íranir í gær að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum sem tilgreint er í fyrrnefndum samningi, sem er talið til þess fallið að auka enn á spennuna. Ekki bætti árás á tvö flutningaskip í Ómanflóa í liðinni viku úr skák. Bandaríkjamenn og Bretar segja Írani hafa staðið að baki árásunum en meðfram tilkynningunni um hermannafjölgunina í gær birti bandaríska varnarmálaráðuneytið jafnframt nýjar myndir sem það segir renna stoðum undir ásakanirnar. Írönsk stjórnvöld hafa hins vegar þvertekið fyrir aðkomu þeirra að árásunum.Önnur fjölgunin á mánuði Hermönnunum eitt þúsund er ætlað að auka öryggi annarrs herafla sem nú þegar er í Austurlöndum nær. Í tilkynningunni er þó ekkert sagt til um hvar nýju hermönnunum verður komið fyrir. Ekki eru nema örfáar vikur síðan að Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá því að fjölgað yrði í herliði Bandaríkjanna fyrir botni Miðjarðarhafs um 1500 hermenn. Þrátt fyrir ásakanirnar og fjölgun hermanna segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, að ríki sitt vilji forðast vopnuð átök við Íran. Bandaríkin vildu þó ekki útiloka neitt í þeim efnum. Fyrrnefndu myndirnar sem birtar voru í gær eiga meðal annars að sýna íranska byltingarverði fjarlægja sprengju af öðru flutningaskipanna, sem og mynd af byltingarvörðum sigla frá vettvangi árásarinnar. Þar að auki er ein myndanna sögð sýna skemmdir sem unnar voru á öðru skipinu, að því er virðist eftir sprengingu. Myndirnar má sjá hér að ofan.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30 Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00 Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Bretar og Bandaríkjamenn segja Írani hafa gert árás á olíuskip Bresk stjórnvöld taka undir með bandarískum yfirvöldum og segja Írani hafa gert árásir á olíuskip í Ómanflóa. Stjórnin í Íran þvertekur fyrir að bera ábyrgð á árásunum. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að ekki verði aukið frekar á spennu vegna málsins. Óháðan aðila þurfi til að rannsaka hvað gerðist. 16. júní 2019 09:30
Netanyahu: Fylgjumst ekki aðgerðarlaus með kjarnorkuvopnaframleiðslu Írana Forsætisráðherra Ísraels og Evrópuríki hóta að beita viðskiptaþvingunum ef Íranar halda sig ekki innan tilskilinna marka í kjarnorkuframleiðslu. Íran hefur tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani eftir tíu daga. 17. júní 2019 19:00
Varabirgðir Írana af auðguðu úrani fara yfir hámarksmagn innan 10 daga Íran hefur tilkynnt að þann 27. júní muni landið ná að fara yfir það hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum, sem er tilgreint í kjarnorkusamningi sem ríkið skrifaði undir árið 2015 ásamt fleiri kjarnorkuríkjum. 17. júní 2019 11:01