Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júní 2019 20:00 Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar. Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar. Það hefur vorað mjög vel á Suðurlandi og mikil grasspretta var fyrstur vikurnar af sumrinu en síðan hægði verulega á allri sprettu vegna þurrka því það hefur lítiði sem ekkert ringt í landshlutunum frá miðjum maí. Bændur hafa þó ekki setið auðum höndum og slegið og pakkað í rúllur og nú er svo komið að einhverjir bændur, aðallega kúabændur eru búnir með fyrsta slátt og aðrir eru að alveg að ljúka honum. Elvar Eyvindsson er bóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum. „Það er enn þá snemma sumars og það er allt á góðri leið en hins vegar hefur dregið úr sprettu í miklum þurrkum undanfarið en maður getur eiginlega ekki kvartað,“ segir Elvar. Elvar segir að sandtún hafi helst brunnið og á einhverjum stöðum hafi tilbúin áburður síðan í vor ekki náð að skolast niður í jarðveginn.En eru bændur orðnir stressaðir yfir veðrinu?„Nei, nei, menn eru aðeins tvístíga, þeir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að bregðast við. Verður sól í allt sumar eða rignir það sem eftir er, þetta er alltaf dauðans óvissu tími,“ svarar Elvar.Elvar Eyvindsson kúabóndi á bænum Skíðbakka í Austur Landeyjum, sem þakkar fyrir gott veður það sem af er sumri.Mynd/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hver er óskastaðan?„Óskastaðan er að halda áfram að fá gott veður myndi ég segja og þá verður þetta örugglega mjög fínt.“ Þegar Elvar var spurður hvort bændur væru of óþolinmóðir gagnvart rigningunni sagði hann þetta. „Það er erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður, þeir vilja fá þetta sitt á hvað og sitt lítið af hverju, en nei, nei, ég held ekki.“ Elvar segist ekki heyra annað að hljóðið sé gott í bændum hvað varðar heyskap og ástandið í rigningarleysinu. „Það er náttúrulega frábært að fá gott veður, menn geta ekki verið annað en ánægðir með það,“ segir Elvar.
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira