Stefnir á að taka næsta skref Hjörvar Ólafsson skrifar 14. júní 2019 10:30 Dagur Kár kveðst ánægður með frammistöðu sína á fyrsta tímabilinu sem atvinnumaður. vísir/anton Körfubolti Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austurríkis til þess að leika með úrvalsdeildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austurríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deildinni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnumannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiffeisen Flyers Wels fyrir því að leikmenn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis. „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verkefnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heillavænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B-deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakkland, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
Körfubolti Ár er síðan Dagur Kár Jónsson ákvað að halda til Austurríkis til þess að leika með úrvalsdeildarliðinu Raiffeisen Flyers Wels en þá var hann að semja við sitt fyrsta erlenda lið á ferli sínum og takast á við það í fyrsta skipti að leika sem atvinnumaður. Hann hafði áður leikið með St. Francis í bandaríska háskólakörfuboltanum en það er öðruvísi pressa að leika með skólaliði en í atvinnumannaliði. Dagur Kár er ánægður með sitt fyrsta keppnistímabil í hinum harða heimi atvinnumennskunnar og langar að halda áfram að leika erlendis á næstu leiktíð. Þrátt fyrir að hafa verið sáttur við dvölina hjá Raiffeisen Flyers Wels langar hann að taka næsta skref á ferli sínum og leika í öðru landi næsta vetur. „Mér fannst ég standa mig vel á þessari fyrstu leiktíð minni sem atvinnumaður. Ég renndi nokkuð blint í sjóinn þegar ég fór til Austurríkis og eftir á að hyggja var þetta gott fyrsta skref á atvinnumannsferli mínum. Deildin er sterk, leikstíllinn er öðruvísi en heima og það hentaði mér bara vel. Það er meira lagt upp úr því að vera með sterka miðherja og spila inni í teig í austurrísku deildinni en á Íslandi og ég kunni vel við þann leikstíl,“ segir Dagur í samtali við Fréttablaðið. „Það er allt öðruvísi ábyrgð sem fylgir því að vera leikstjórnandi í atvinnumannaliði en að leika með háskólaliði í Bandaríkjunum. Ég byrjaði vel með liðinu og lék heilt yfir vel á tímabilinu að mínu mati. Um mitt tímabilið fór að halla undan fæti hjá okkur í nokkrar vikur og á þeim tíma var hrist upp í liðinu þar sem tveir leikmenn voru sendir frá liðinu og nýir leikmenn komu í staðinn,“ segir leikstjórnandinn enn fremur. „Við náðum svo langri sigurhrinu undir lok deildarkeppninnar og ég og aðrir í liðinu náðum vopnum okkar að nýju og lékum vel. Við fórum inn í úrslitakeppnina í fimmta sæti og féllum því miður úr leik í átta liða úrslitum fyrir liðinu sem endaði í fjórða sæti. Við hefðum viljað fara í undanúrslit en ég geng hins vegar sáttur frá borði eftir þessa leiktíð,“ segir Garðbæingurinn um frumraun sína hjá Raiffeisen Flyers Wels. „Ég er sérstaklega sáttur við að hafa staðist þá pressu sem fylgir því að vera atvinnumaður og vera erlendur leikmaður í atvinnumannaliði. Sú staðreynd að þegar illa fór að ganga hafi tveir leikmenn verið látnir fara sýnir hversu lítil þolinmæði er hjá liðum eins og Raiffeisen Flyers Wels fyrir því að leikmenn standi sig ekki í stykkinu. Auk þess að þurfa að hafa körfuboltaleg gæði til þess að pluma sig er þetta andlega erfitt og reynir töluvert á,“ segir hann um upplifun sína af því að leika erlendis. „Framtíðin er óráðin en nokkur íslensk lið hafa haft samband við mig með það í huga að leika þar. Hugur minn stendur hins vegar til þess að takast á við nýja áskorun og taka næsta skref á ferli mínum. Ég hef verið að fá aukið hlutverk hjá landsliðinu í undanförnum verkefnum liðsins og ég tel að það auki möguleika mína þar að koma mér í sterkari deild. Þá langar mig líka að prófa að spila á fleiri stöðum. Fyrir mér væri heillavænlegast að taka eitt milliskref áður en ég fer að huga að sterkustu deildum Evrópu. Hæfilega stórt skref væri að leika í B-deildum í löndum á borð við Belgíu, Grikkland, Frakkland, Spán og Þýskaland. Það er lítið að gerast þessa stundina þar sem leiktíðunum er nýlokið en þetta fer svo á flug þegar nær dregur hausti,“ segir Dagur um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira