Ekkert bólar á stórum áheitum til Notre Dame Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:30 Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Getty Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn. Þetta er haft eftir talsmönnum kirkjunnar og framkvæmdaaðila. Í frétt AP segir frá því að það séu smærri framlög frá frönskum og bandarískum einstaklingum sem sé uppistaðan í fyrstu greiðslunni úr sjóði þar sem einkaaðilar gátu lagt inn fé til uppbyggingar kirkjunnar. Fyrsta greiðslan nemur 3,6 milljónum evra, um hálfum milljarði íslenskra króna, en fjármagnið nýtist til að greiða reikninga og laun þeirra 150 verkamanna sem vinna nú að uppbyggingunni.Vilja vita í hvað peningarnir fara Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldurinn kom upp. „Þeir sem hétu mestu hafa ekki greitt. Ekki sent,“ segir Andre Finot, upplýsingafulltrúi Notre Dame. Segir hann að auðmennirnir hafi margir gert þá kröfu að vita nákvæmlega í hvað peningar þeirra fara og hvort þeir séu því samþykkir. Ekki að peningarnir fari bara í laun verkamanna.Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman.GettyHöfrungahlaup Margir af auðugustu mönnum Frakklands og fyrirtæki hétu á öðrum milljarði evra, 142 milljörðum íslenskra króna, eftir að eldurinn kom upp. Var mikið rætt um nauðsyn þess að endurreisa kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar sem milljónir heimsækja á ári hverju. Francois Pinault hjá Artemis, móðurfélagi Gucci og Saint Laurent, hét 100 milljónum evra og sagði Patrick Pouyanne, stjórnarformaður franska orkurisans Total, að fyrirtækið myndi jafna þá upphæð. Bernard Arnault, stjórnarformaður LVMH, sem á tískumerkin Louis Vuitton og Dior, hét 200 milljónum evra, líkt og Bettencourt Schueller stofnunin, sem á merkið L'Oréal. Ekkert af þessu fé hefur enn skilað sér til þeirra sem halda utan um framkvæmdir að sögn Finot. AP segir frá því að talsmenn sumra fyrirtækja hafi sagt að vilji sé til að styrkirnir skili sér í listrænni uppbyggingu, sem yrði þá að loknu hreinsunarstarfi og á síðari stigum. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn. Þetta er haft eftir talsmönnum kirkjunnar og framkvæmdaaðila. Í frétt AP segir frá því að það séu smærri framlög frá frönskum og bandarískum einstaklingum sem sé uppistaðan í fyrstu greiðslunni úr sjóði þar sem einkaaðilar gátu lagt inn fé til uppbyggingar kirkjunnar. Fyrsta greiðslan nemur 3,6 milljónum evra, um hálfum milljarði íslenskra króna, en fjármagnið nýtist til að greiða reikninga og laun þeirra 150 verkamanna sem vinna nú að uppbyggingunni.Vilja vita í hvað peningarnir fara Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldurinn kom upp. „Þeir sem hétu mestu hafa ekki greitt. Ekki sent,“ segir Andre Finot, upplýsingafulltrúi Notre Dame. Segir hann að auðmennirnir hafi margir gert þá kröfu að vita nákvæmlega í hvað peningar þeirra fara og hvort þeir séu því samþykkir. Ekki að peningarnir fari bara í laun verkamanna.Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman.GettyHöfrungahlaup Margir af auðugustu mönnum Frakklands og fyrirtæki hétu á öðrum milljarði evra, 142 milljörðum íslenskra króna, eftir að eldurinn kom upp. Var mikið rætt um nauðsyn þess að endurreisa kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar sem milljónir heimsækja á ári hverju. Francois Pinault hjá Artemis, móðurfélagi Gucci og Saint Laurent, hét 100 milljónum evra og sagði Patrick Pouyanne, stjórnarformaður franska orkurisans Total, að fyrirtækið myndi jafna þá upphæð. Bernard Arnault, stjórnarformaður LVMH, sem á tískumerkin Louis Vuitton og Dior, hét 200 milljónum evra, líkt og Bettencourt Schueller stofnunin, sem á merkið L'Oréal. Ekkert af þessu fé hefur enn skilað sér til þeirra sem halda utan um framkvæmdir að sögn Finot. AP segir frá því að talsmenn sumra fyrirtækja hafi sagt að vilji sé til að styrkirnir skili sér í listrænni uppbyggingu, sem yrði þá að loknu hreinsunarstarfi og á síðari stigum.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Sjá meira
Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31
Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11
Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57