Ekkert bólar á stórum áheitum til Notre Dame Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:30 Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Getty Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn. Þetta er haft eftir talsmönnum kirkjunnar og framkvæmdaaðila. Í frétt AP segir frá því að það séu smærri framlög frá frönskum og bandarískum einstaklingum sem sé uppistaðan í fyrstu greiðslunni úr sjóði þar sem einkaaðilar gátu lagt inn fé til uppbyggingar kirkjunnar. Fyrsta greiðslan nemur 3,6 milljónum evra, um hálfum milljarði íslenskra króna, en fjármagnið nýtist til að greiða reikninga og laun þeirra 150 verkamanna sem vinna nú að uppbyggingunni.Vilja vita í hvað peningarnir fara Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldurinn kom upp. „Þeir sem hétu mestu hafa ekki greitt. Ekki sent,“ segir Andre Finot, upplýsingafulltrúi Notre Dame. Segir hann að auðmennirnir hafi margir gert þá kröfu að vita nákvæmlega í hvað peningar þeirra fara og hvort þeir séu því samþykkir. Ekki að peningarnir fari bara í laun verkamanna.Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman.GettyHöfrungahlaup Margir af auðugustu mönnum Frakklands og fyrirtæki hétu á öðrum milljarði evra, 142 milljörðum íslenskra króna, eftir að eldurinn kom upp. Var mikið rætt um nauðsyn þess að endurreisa kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar sem milljónir heimsækja á ári hverju. Francois Pinault hjá Artemis, móðurfélagi Gucci og Saint Laurent, hét 100 milljónum evra og sagði Patrick Pouyanne, stjórnarformaður franska orkurisans Total, að fyrirtækið myndi jafna þá upphæð. Bernard Arnault, stjórnarformaður LVMH, sem á tískumerkin Louis Vuitton og Dior, hét 200 milljónum evra, líkt og Bettencourt Schueller stofnunin, sem á merkið L'Oréal. Ekkert af þessu fé hefur enn skilað sér til þeirra sem halda utan um framkvæmdir að sögn Finot. AP segir frá því að talsmenn sumra fyrirtækja hafi sagt að vilji sé til að styrkirnir skili sér í listrænni uppbyggingu, sem yrði þá að loknu hreinsunarstarfi og á síðari stigum. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Ekkert fjármagn hefur enn skilað sér frá þeim frönsku auðmönnum og fyrirtækjum sem hétu því að leggja háar fjárhæðir til uppbyggingar dómkirkjunnar Notre Dame í París eftir stórbrunann 15. apríl síðastliðinn. Þetta er haft eftir talsmönnum kirkjunnar og framkvæmdaaðila. Í frétt AP segir frá því að það séu smærri framlög frá frönskum og bandarískum einstaklingum sem sé uppistaðan í fyrstu greiðslunni úr sjóði þar sem einkaaðilar gátu lagt inn fé til uppbyggingar kirkjunnar. Fyrsta greiðslan nemur 3,6 milljónum evra, um hálfum milljarði íslenskra króna, en fjármagnið nýtist til að greiða reikninga og laun þeirra 150 verkamanna sem vinna nú að uppbyggingunni.Vilja vita í hvað peningarnir fara Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman, auk þess að kirkjuspíran, sem var frá átjándu öld, hrundi. Þó tókst að bjarga stærstum hluta listaverkasafns kirkjunnar. Talið er að skammhlaup hafi valdið því að eldurinn kom upp. „Þeir sem hétu mestu hafa ekki greitt. Ekki sent,“ segir Andre Finot, upplýsingafulltrúi Notre Dame. Segir hann að auðmennirnir hafi margir gert þá kröfu að vita nákvæmlega í hvað peningar þeirra fara og hvort þeir séu því samþykkir. Ekki að peningarnir fari bara í laun verkamanna.Eldurinn olli stórkostlegu tjóni í dómkirkjunni þar sem stærstur hluti þaksins féll saman.GettyHöfrungahlaup Margir af auðugustu mönnum Frakklands og fyrirtæki hétu á öðrum milljarði evra, 142 milljörðum íslenskra króna, eftir að eldurinn kom upp. Var mikið rætt um nauðsyn þess að endurreisa kirkjuna, sem er eitt helsta kennileiti frönsku höfuðborgarinnar sem milljónir heimsækja á ári hverju. Francois Pinault hjá Artemis, móðurfélagi Gucci og Saint Laurent, hét 100 milljónum evra og sagði Patrick Pouyanne, stjórnarformaður franska orkurisans Total, að fyrirtækið myndi jafna þá upphæð. Bernard Arnault, stjórnarformaður LVMH, sem á tískumerkin Louis Vuitton og Dior, hét 200 milljónum evra, líkt og Bettencourt Schueller stofnunin, sem á merkið L'Oréal. Ekkert af þessu fé hefur enn skilað sér til þeirra sem halda utan um framkvæmdir að sögn Finot. AP segir frá því að talsmenn sumra fyrirtækja hafi sagt að vilji sé til að styrkirnir skili sér í listrænni uppbyggingu, sem yrði þá að loknu hreinsunarstarfi og á síðari stigum.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31 Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11 Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Óttast að úrkoma valdi frekari skemmdum á Notre-Dame Sérfræðingar óttast að mikil úrkoma kunni að leiða til enn frekari skemmda og hruns. 23. apríl 2019 12:31
Skammhlaup líklegasta skýring brunans í Notre-Dame Rannsakendur í Frakklandi telja að skammhlaup sé líklegasta skýringin á brunanum sem kom upp í Notre-Dame í París á mánudag. 18. apríl 2019 17:11
Nágrannar Notre Dame varaðir við blýi í kjölfar brunans Lögregla hvetur fólk í nágrenni við dómkirkjuna til þess að losa sig við allt ryk í húsnæði sínu. 28. apríl 2019 09:57