Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 14:01 Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, hefur ekki enn borist svar við fyrirspurn sinni um kostnað vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt. Í skoðanagrein sem Helga Vala birti á Vísi í dag kemur fram að hátt í tólf vikur séu liðnar síðan hún bar fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra á kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fyrrverandi dómsmálaráðherra í embætti Landsréttardómara.Sjá nánar: Af hverju svarar ráðherra ekki?Helga Vala óskaði eftir upplýsingum um allan beinan kostnað ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið, dæmdan málskotnað á öllum dómstigum, dæmdar miska- og skaðabætur og umsamdar bætur. „Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist,“ segir Helga Vala sem grunar að ríkisstjórnin vilji ekki að almenningur fái svarið fyrir þinglok.Sjá nánar: Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum„Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils virði þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.“ Helga Vala segir að eftirlitshlutverk Alþingis sé eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þar starfi þingmenn í umboði þjóðarinnar og því sé það í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða. Í fyrradag samþykkti Alþingi breytingar á upplýsingalögum sem felast meðal annars í því að festa í lög hámarksafgreiðslutíma upplýsingabeiðna.Sjá nánar: Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35 Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, hefur ekki enn borist svar við fyrirspurn sinni um kostnað vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt. Í skoðanagrein sem Helga Vala birti á Vísi í dag kemur fram að hátt í tólf vikur séu liðnar síðan hún bar fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra á kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fyrrverandi dómsmálaráðherra í embætti Landsréttardómara.Sjá nánar: Af hverju svarar ráðherra ekki?Helga Vala óskaði eftir upplýsingum um allan beinan kostnað ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið, dæmdan málskotnað á öllum dómstigum, dæmdar miska- og skaðabætur og umsamdar bætur. „Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist,“ segir Helga Vala sem grunar að ríkisstjórnin vilji ekki að almenningur fái svarið fyrir þinglok.Sjá nánar: Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum„Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils virði þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.“ Helga Vala segir að eftirlitshlutverk Alþingis sé eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þar starfi þingmenn í umboði þjóðarinnar og því sé það í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða. Í fyrradag samþykkti Alþingi breytingar á upplýsingalögum sem felast meðal annars í því að festa í lög hámarksafgreiðslutíma upplýsingabeiðna.Sjá nánar: Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð
Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35 Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35
Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10
Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35
Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05