Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2019 14:01 Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, hefur ekki enn borist svar við fyrirspurn sinni um kostnað vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt. Í skoðanagrein sem Helga Vala birti á Vísi í dag kemur fram að hátt í tólf vikur séu liðnar síðan hún bar fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra á kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fyrrverandi dómsmálaráðherra í embætti Landsréttardómara.Sjá nánar: Af hverju svarar ráðherra ekki?Helga Vala óskaði eftir upplýsingum um allan beinan kostnað ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið, dæmdan málskotnað á öllum dómstigum, dæmdar miska- og skaðabætur og umsamdar bætur. „Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist,“ segir Helga Vala sem grunar að ríkisstjórnin vilji ekki að almenningur fái svarið fyrir þinglok.Sjá nánar: Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum„Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils virði þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.“ Helga Vala segir að eftirlitshlutverk Alþingis sé eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þar starfi þingmenn í umboði þjóðarinnar og því sé það í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða. Í fyrradag samþykkti Alþingi breytingar á upplýsingalögum sem felast meðal annars í því að festa í lög hámarksafgreiðslutíma upplýsingabeiðna.Sjá nánar: Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35 Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, hefur ekki enn borist svar við fyrirspurn sinni um kostnað vegna ólögmætrar skipunar dómara við Landsrétt. Í skoðanagrein sem Helga Vala birti á Vísi í dag kemur fram að hátt í tólf vikur séu liðnar síðan hún bar fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra á kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fyrrverandi dómsmálaráðherra í embætti Landsréttardómara.Sjá nánar: Af hverju svarar ráðherra ekki?Helga Vala óskaði eftir upplýsingum um allan beinan kostnað ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið, dæmdan málskotnað á öllum dómstigum, dæmdar miska- og skaðabætur og umsamdar bætur. „Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist,“ segir Helga Vala sem grunar að ríkisstjórnin vilji ekki að almenningur fái svarið fyrir þinglok.Sjá nánar: Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum„Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils virði þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.“ Helga Vala segir að eftirlitshlutverk Alþingis sé eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þar starfi þingmenn í umboði þjóðarinnar og því sé það í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða. Í fyrradag samþykkti Alþingi breytingar á upplýsingalögum sem felast meðal annars í því að festa í lög hámarksafgreiðslutíma upplýsingabeiðna.Sjá nánar: Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð
Alþingi Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35 Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10 Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35 Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Landsréttarhneykslið gerði Jóhannes afhuga stöðu dómara Þegar listi yfir umsækjendur var birtur vakti það athygli að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður, er ekki á lista yfir umsækjendur en hann er sá eini í hópi hinna fjögurra umsækjenda sem gengið var fram hjá við skipun dómara við hið nýja dómsstig sem sækir ekki um starfið. 27. maí 2019 13:35
Þingmenn langþreyttir á biðinni eftir svörum og tíminn að renna út Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að það sé þinginu alls til góða að fyrirspurnum sé svarað hratt og örugglega. 11. júní 2019 13:10
Af hverju svarar ráðherra ekki? Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum. 13. júní 2019 12:35
Breytingar á upplýsingalögum liður í því að Ísland verði í fremstu röð Breytingar á upplýsingalögum fela í sér útvíkkun gildissviðs og ríkar kröfur á herðar stjórnvöldum til að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum. 12. júní 2019 14:05