Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 10:30 Annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, í höfn í Antwerpen í Belgíu árið 2018. Patrick Vereecke/AP Áhöfnum tveggja olíuskipa á Ómanflóa hefur verið bjargað eftir að sprengingar urðu í skipunum tveimur. Alls 44 áhafnarmeðlimum var bjargað. Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. Íranska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu samkvæmt ríkisfjölmiðli Írans sem segir að um slys hafi verið að ræða. Orsök sprenginganna hefur þó ekki fengist staðfest, samkvæmt frétt BBC af málinu. Bandarískt herskip tók einnig þátt í björgunaraðgerðunum. Aðeins mánuður er síðan ráðist var á fjögur olíuskip undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bandaríkin sökuðu Írani um að standa á bak við þær árásir en stjórnvöld í Íran hafa neitað því statt og staðfastlega. Josh Frey hjá fimmta flota bandaríska sjóhersins segir í yfirlýsingu að sjóhernum hafi borist tvö neyðarköll vegna málsins, það fyrra klukkan 06:12 að staðartíma en það seinna tæpum 50 mínútum síðar og að herskipið USS Bainbridge hefði haldið til móts við skipin tvö. Íranska fréttastöðin IRIB birti í dag færslu með mynd sem sögð er vera af öðru skipinu, Front Altair, þar sem það brennur og sjá má stóran reykjarmökk stíga upp til himins.تصوير اختصاصي #خبرگزاري_صدا_و_سيما از کشتي هاي حادثه ديده در #دریای_عمان نفتکش "فرانت التیر" که در دریای عمان هدف قرار گرفته بود، کامل غرق شد. وزارت تجارت ژاپن: دو نفتکش حادثهدیده در دریای عمان، حامل «محموله متعلق به ژاپن» بوده است#انفجار_ناقلتي_نفط_ببحر_عُمانpic.twitter.com/Vv3hkW3LCV — خبرگزاری صداوسیما (@iribnewsFa) June 13, 2019Annað skipið mögulega hæft með tundurskeyti Talsmaður CPC Corp, taívansks ríkisfyrirtækis sem fer með eldsneytismálefni í Taívan og var með annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, á leigu, segir 75 þúsund tonn af eldsneyti hafa verið um borð í skipinu og segir grun leika á að skipið hafi verið hæft með tundurskeyti. Hann segir öllum áhafnarmeðlimum skipsins hafa verið bjargað. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Frontline. Fyrirtækið sem gerði út hitt skipið, Kokuka Courageous, segir áhöfn þess hafa verið bjargað af skipi sem átti leið hjá. Skipið hafi verið við flutninga á metanóli og að ekki væri hætta á að það myndi sökkva. Ríkismiðlar í Íran segja skipverja hafa verið flutta til hafnar í bænum Jask í suður Íran. Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Áhöfnum tveggja olíuskipa á Ómanflóa hefur verið bjargað eftir að sprengingar urðu í skipunum tveimur. Alls 44 áhafnarmeðlimum var bjargað. Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. Íranska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu samkvæmt ríkisfjölmiðli Írans sem segir að um slys hafi verið að ræða. Orsök sprenginganna hefur þó ekki fengist staðfest, samkvæmt frétt BBC af málinu. Bandarískt herskip tók einnig þátt í björgunaraðgerðunum. Aðeins mánuður er síðan ráðist var á fjögur olíuskip undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bandaríkin sökuðu Írani um að standa á bak við þær árásir en stjórnvöld í Íran hafa neitað því statt og staðfastlega. Josh Frey hjá fimmta flota bandaríska sjóhersins segir í yfirlýsingu að sjóhernum hafi borist tvö neyðarköll vegna málsins, það fyrra klukkan 06:12 að staðartíma en það seinna tæpum 50 mínútum síðar og að herskipið USS Bainbridge hefði haldið til móts við skipin tvö. Íranska fréttastöðin IRIB birti í dag færslu með mynd sem sögð er vera af öðru skipinu, Front Altair, þar sem það brennur og sjá má stóran reykjarmökk stíga upp til himins.تصوير اختصاصي #خبرگزاري_صدا_و_سيما از کشتي هاي حادثه ديده در #دریای_عمان نفتکش "فرانت التیر" که در دریای عمان هدف قرار گرفته بود، کامل غرق شد. وزارت تجارت ژاپن: دو نفتکش حادثهدیده در دریای عمان، حامل «محموله متعلق به ژاپن» بوده است#انفجار_ناقلتي_نفط_ببحر_عُمانpic.twitter.com/Vv3hkW3LCV — خبرگزاری صداوسیما (@iribnewsFa) June 13, 2019Annað skipið mögulega hæft með tundurskeyti Talsmaður CPC Corp, taívansks ríkisfyrirtækis sem fer með eldsneytismálefni í Taívan og var með annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, á leigu, segir 75 þúsund tonn af eldsneyti hafa verið um borð í skipinu og segir grun leika á að skipið hafi verið hæft með tundurskeyti. Hann segir öllum áhafnarmeðlimum skipsins hafa verið bjargað. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Frontline. Fyrirtækið sem gerði út hitt skipið, Kokuka Courageous, segir áhöfn þess hafa verið bjargað af skipi sem átti leið hjá. Skipið hafi verið við flutninga á metanóli og að ekki væri hætta á að það myndi sökkva. Ríkismiðlar í Íran segja skipverja hafa verið flutta til hafnar í bænum Jask í suður Íran.
Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira