Guðni ætlar að ræða við Hamrén um vindilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 17:16 Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns. „Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag. „Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“ Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið. „Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma. Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05 Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18 Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37 Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54 Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Sjá meira
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Tyrklands í gær dró Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, upp vindil sem hann ætlaði að reykja í tilefni sigursins. Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, ritaði formanni og framkvæmdastjóra KSÍ bréf þar sem hún gagnrýndi athæfi Hamréns. „Ég hef ekki séð svona lagað í marga áratugi. Mér er sérstaklega misboðið þar sem KSÍ, sem eitt aðildarfélaga ÍSÍ, beitir sér sérstaklega í forvörnum,“ sagði Guðlaug í samtali við mbl.is í dag. „Sigurinn var dásamlegur, en að flagga því í mynd og viðtali, það finnst mér afskaplega ósmekklegt og skrítin skilaboð til barna og ungmenna sem líta mjög upp til allra þessa aðila.“ Í samtali við Reykjavík síðdegis sagðist Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ætla að ræða við Hamrén um vindlamálið. „Ég var búinn að svara þessu. Það kom athugasemd og við tókum henni eins og hún er. Við munum ræða við Hamrén um að þessu megi sleppa,“ sagði Guðni. „Auðvitað viljum við sýna gott fordæmi og vindlareykingar eru ekki hollar þótt sumir leitist í að taka einn og einn sigurvindil. Ég held að hann hafi gert þetta í sigurgleðinni. Við ræðum þetta í rólegheitum. Þetta er ekkert mál og hann þarf ekkert endilega að flagga vindlum á fjölmiðlafundum og gerir það eflaust ekkert í framtíðinni.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem landsliðsþjálfari Íslands lendir í vandræðum vegna tóbaksnotkunar. Bæði Ólafur Jóhannesson og Lars Lagerbäck báðust afsökunar á tóbaksnotkun á sínum tíma. Hlusta má á viðtalið við Guðna í heild sinni hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05 Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18 Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37 Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54 Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30 Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Aþena vann loksins leik Körfubolti Fleiri fréttir Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Sjá meira
Kanna betur ummæli Hamrén um hótanir Framkvæmdastjóri segir hótanirnar fleiri og alvarlegri en áður. 12. júní 2019 11:05
Dóttir Hamrén heldur að Ísland sé Mallorca Ef við hefðum tapað hefði ég líklega farið heim á morgun, sagði Erik Hamrén landsliðsþjálfari eftir 2-1 sigur á Tyrkjum í kvöld. 11. júní 2019 22:18
Erik Hamrén ræddi morðhótanir sem bárust íslensku landsliðsfólki Landsliðsþjálfara Íslands blöskrar ástandið í heiminum. 11. júní 2019 21:37
Erik Hamrén sýndi blaðamönnum sigurvindilinn sinn Svona verður kvöldið mitt, sagði sigurreifur Erik Hamrén í lok blaðamannafundar eftir frækinn 2-1 sigur íslenska karlalandsliðsins á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. 11. júní 2019 21:54
Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar. 12. júní 2019 14:30
Umfjöllun: Ísland - Tyrkland 2-1 | Partíið framlengt um óákveðinn tíma EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45