Telur ósennilegt að útgáfa sýndarfjár hirði völdin af seðlabönkum Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. júní 2019 23:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Vísir/Vilhelm Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli. Seðlabankinn Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki sé tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun rafmynta eða sýndarfjár eins og Facebook Libra því undirliggjandi sýndarfénu séu alltaf viðurkenndir alþjóðlegir gjaldmiðlar. Fólk verði að geta skipt Libra á einhverjum tímapunkti í aðra gjaldmiðla. Það haldi umgjörð peningamála í reynd enn hjá seðlabönkum heimsins þótt tækniþróun sýndarfjár sé afar hröð. Facebook kynnti áform um nýja alþjóðlega rafmynt eða sýndarfé (e. virtual currency) hinn 18. júní síðastliðinn undir heitinu Libra. Facebook Libra verður hleypt af stokkunum í samtarfi við á þriðja tug fyrirtækja en þar má nefna VISA, Mastercard, Paypal og Uber. Með þessu vill Facebook auðvelda greiðslumiðlun þvert á landamæri án milliliða. Margir hafa efasemdir að Facebook sé rétta fyrirtækið til að innleiða breytingar af þessu tagi enda er orðspor Facebook nokkuð laskað eftir ýmis hneykslismál síðustu ára og sett hefur verið spurningamerki við hvort fyrirtækinu sé treystandi til að annast greiðslumiðlun. Martin Wolf, efnahagsritstjóri Financial Times, segir í pistli sem birtist í fyrradag að Facebook sé á vafasömum slóðum með libra. Í versta falli gæti þetta leitt til þess að Facebook yrði einhvers konar heimsbanki sem sé ekki mjög spennandi tilhugsun í ljósi orðspors fyrirtækisins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að tækniþróunþróun sýndarfjár og rafeyris feli í sér bæði tækifæri og áhættu. „Nú er ekki víst að þetta hafi mjög mikil áhrif á peningamálin og stjórn peningamála. Ég er ekki sannfærður um að þetta veiki það mjög því þetta er í rauninni bara rafræn mynt sem er alltaf að lokum gerð upp í einhverri seðlabankamynt, dollar, evru og íslenskri krónu þegar fram í sækir,“ segir Már. Libra hefur fært kastljósið á þær öru tæknibreytingar sem hafa orðið á sviði fjártækni á síðustu misserum. Libra er sýndarfé eins og Bitcoin á meðan íslenska rafeyrisfyrirtækið Monerium, sem fékk nýverið starfsleyfi hjá FME sem rafeyrisfyrirtæki, gefur út rafeyri í öðrum myntum, eins og dollar og evru. Bæði libra og rafeyrir Monerium byggja á svokölluðum bálkakeðjum eða block-chain, þótt um sé að ræða eðlisólíka hluti.Hver er munurinn á sýndarfé og rafeyri? Sjá umfjöllun í myndskeiði. Gísli Kristjánsson, einn stofnenda Monerium, segir að áform Facebook um libra hafi í reynd verið jákvæð fyrir önnur fjártæknifyrirtæki. Hann segir að bálkakeðjutæknin muni valda sömu straumhvörfum í heiminum og internetið gerði á sínum tíma. „Það að Facebook sé að íhuga að gefa út þetta sýndarfé er gríðarleg viðurkenning á notkunarmöguleikum tækninnar. Það sem maður sér í þessu samhengi er að það sem internetið gerði var að gera hvaða einstaklingi sem er kleift að tengjast við hvaða annan einstakling sem er í heiminum. Það sem að bálkakeðjutæknin gerir er að hún leyfir sömu einstaklingum og fyrirtækjum að senda verðmæti sín á milli með jafn auðveldum hætti, svona eins og um tölvupóst væri að ræða,“ segir Gísli.
Seðlabankinn Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira