Hitametin falla á meginlandinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 07:52 Berlínarbúi reynir að kæla sig í gosbrunni í sumarhitanum þar. Vísir/EPA Enn á að bæta í hitann á meginlandi Evrópu í dag eftir júnímet sem slegin voru í nokkrum löndum í gær. Búist er við um og yfir fjörutíu stiga hita sums staðar í dag og hafa frönsk yfirvöld gefið út viðvörun um að líf fólks geti verið í hættu vegna hitans. Hitabylgja hófst fyrr í þessari viku. Í gær voru sett met fyrir hæsta hita í júnímánuði í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi. Í bænum Coschen í Brandenburg í Þýskalandi náði hitinn 38,6°C í gær. Í Radzyn í Póllandi og Doksany í Tékklandi sýndi hitamælirinn 38,2°C annars vegar og 38,9°C hins vegar. Hitinn á að rísa enn frekar í mörgum löndum næstu þrjá daga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig gæti hitinn náð 45 gráðum á norðausturhluta Spánar á morgun. Varað er við verulegri hættu á skógareldum þar. Í Frakklandi er appelsínugult viðvörunarstig vegna hitans í nær öllu landinu. Í París hafa sérstök kælisvæði fyrir íbúa verið skilgreind og bráðabirgðagosbrunnar og vatnshanar verið settir upp. Vísindamenn eru tregir til að tengja einstaka veðuratburði við þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað á jörðinni af völdum manna. Hitabylgjur eins og sú sem nú gengur yfir Evrópu verða þó tíðari með hækkandi meðalhita jarðar. Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunin í Þýskalandi segir að fimm heitustu sumur í Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á þessari öld. Frakkland Loftslagsmál Pólland Spánn Tékkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Enn á að bæta í hitann á meginlandi Evrópu í dag eftir júnímet sem slegin voru í nokkrum löndum í gær. Búist er við um og yfir fjörutíu stiga hita sums staðar í dag og hafa frönsk yfirvöld gefið út viðvörun um að líf fólks geti verið í hættu vegna hitans. Hitabylgja hófst fyrr í þessari viku. Í gær voru sett met fyrir hæsta hita í júnímánuði í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi. Í bænum Coschen í Brandenburg í Þýskalandi náði hitinn 38,6°C í gær. Í Radzyn í Póllandi og Doksany í Tékklandi sýndi hitamælirinn 38,2°C annars vegar og 38,9°C hins vegar. Hitinn á að rísa enn frekar í mörgum löndum næstu þrjá daga, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þannig gæti hitinn náð 45 gráðum á norðausturhluta Spánar á morgun. Varað er við verulegri hættu á skógareldum þar. Í Frakklandi er appelsínugult viðvörunarstig vegna hitans í nær öllu landinu. Í París hafa sérstök kælisvæði fyrir íbúa verið skilgreind og bráðabirgðagosbrunnar og vatnshanar verið settir upp. Vísindamenn eru tregir til að tengja einstaka veðuratburði við þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað á jörðinni af völdum manna. Hitabylgjur eins og sú sem nú gengur yfir Evrópu verða þó tíðari með hækkandi meðalhita jarðar. Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunin í Þýskalandi segir að fimm heitustu sumur í Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á þessari öld.
Frakkland Loftslagsmál Pólland Spánn Tékkland Veður Þýskaland Tengdar fréttir Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48 Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Sjá meira
Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Sérfræðingar telja að rekja megi tíðni hitabylgna eins og þeirrar sem nú herjar á Evrópu til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum. 26. júní 2019 21:48
Íslendingar varaðir við áfengisþambi í hitabylgjunni Landlæknir leiðbeinir Íslendingum hvernig þeir eiga að takast á við hitann sem er spáð á meginlandi Evrópu í vikunni. 25. júní 2019 10:16
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39