Seðlabankinn tók smærra skref en markaðurinn bjóst við Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 26. júní 2019 08:30 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson situr fyrir miðju. SÍ Væntingar um að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 50 punkta í stað 25 varð til þess að úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar. Tónninn í stjórnendum Seðlabankans kom markaðsaðilum á óvart að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig niður í 3,7 prósent. Þetta var í síðasta sinn sem Már kynnir vaxtaákvarðanir nefndarinnar en hann mun láta af störfum sem seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár sem seðlabankastjóri. Úrvalsvísitalan hafði hins vegar lækkað um 0,85 prósent þegar markaðurinn lokaði í gær og ávöxtunarkröfur á óverðtryggð ríkisskuldabréf höfðu hækkað um allt að 9 punkta. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Fréttablaðið að tvær meginástæður séu á bak við þessar hreyfingar á verðbréfamarkaðinum. „Það hafði breiðst út á meðal markaðsaðila sú skoðun að það yrði stigið stærra skref en 25 punkta lækkun. Þrátt fyrir að allar opinberar spár bentu í átt að 25 punkta lækkun heyrði maður út undan sér að væntingar um 50 punkta lækkun væru að aukast og það hafði til dæmis endurspeglast í hreyfingum á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón Bjarki. „Auk þess var tónninn í seðlabankamönnum á þá leið að hagkerfið stæði ekki endilega verr en þeir álitu það gera í maí. Annars vegar var stigið smærra skref en margir bjuggust við og hins vegar var ekki eins eindreginn tónn um frekari lækkanir.“ Í fréttabréfi greiningardeildar Arion banka er bent á það að á kynningarfundinum í gær hafi komið fram í máli aðstoðarseðlabankastjóra að kortaveltutölur og væntingar heimila og fyrirtækja bendi til meiri seiglu innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Samtök atvinnulífsins gáfu út að æskilegt hefði verið að stýrivextir lækkuðu meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Að mati samtakanna er mikilvægt að Seðlabankinn og stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að milda niðursveifluna. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13 Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Væntingar um að peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði vexti um 50 punkta í stað 25 varð til þess að úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar. Tónninn í stjórnendum Seðlabankans kom markaðsaðilum á óvart að sögn aðalhagfræðings Íslandsbanka. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun peningastefnunefndar bankans um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig niður í 3,7 prósent. Þetta var í síðasta sinn sem Már kynnir vaxtaákvarðanir nefndarinnar en hann mun láta af störfum sem seðlabankastjóri í sumar eftir 10 ár sem seðlabankastjóri. Úrvalsvísitalan hafði hins vegar lækkað um 0,85 prósent þegar markaðurinn lokaði í gær og ávöxtunarkröfur á óverðtryggð ríkisskuldabréf höfðu hækkað um allt að 9 punkta. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Fréttablaðið að tvær meginástæður séu á bak við þessar hreyfingar á verðbréfamarkaðinum. „Það hafði breiðst út á meðal markaðsaðila sú skoðun að það yrði stigið stærra skref en 25 punkta lækkun. Þrátt fyrir að allar opinberar spár bentu í átt að 25 punkta lækkun heyrði maður út undan sér að væntingar um 50 punkta lækkun væru að aukast og það hafði til dæmis endurspeglast í hreyfingum á skuldabréfamarkaði,“ segir Jón Bjarki. „Auk þess var tónninn í seðlabankamönnum á þá leið að hagkerfið stæði ekki endilega verr en þeir álitu það gera í maí. Annars vegar var stigið smærra skref en margir bjuggust við og hins vegar var ekki eins eindreginn tónn um frekari lækkanir.“ Í fréttabréfi greiningardeildar Arion banka er bent á það að á kynningarfundinum í gær hafi komið fram í máli aðstoðarseðlabankastjóra að kortaveltutölur og væntingar heimila og fyrirtækja bendi til meiri seiglu innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Samtök atvinnulífsins gáfu út að æskilegt hefði verið að stýrivextir lækkuðu meira en sem nam lækkun Seðlabankans í gær. Að mati samtakanna er mikilvægt að Seðlabankinn og stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að milda niðursveifluna.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13 Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 26. júní 2019 12:13
Síðasta vaxtaákvörðun Más Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. 26. júní 2019 14:30