Trump segir að öllum árásum verði svarað af fullum krafti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2019 07:30 Trump undirritaði tilskipun um nýjar þvinganir fyrr í vikunni. Nordicphotos/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter í gær að öllum írönskum árásum gegn bandarískum skotmörkum yrði svarað af fullum krafti. „Í sumum tilfellum verður um gjöreyðingu að ræða,“ tísti forsetinn. Sá bandaríski var að ræða um sjónvarpsávarp Hassans Rouhani, forseta Írans, sem birt var í gær. Þar svaraði Rouhani ákvörðun Trump-stjórnarinnar frá því á mánudag er Bandaríkjaforseti undirritaði enn frekari viðskiptaþvinganir gegn Íran. Þvinganirnar beinast einna helst gegn írönskum stjórnmálamönnum, meðal annars æðstaklerknum Ali Khamenei. „Gjörðir Hvíta hússins [bandaríska forsetaembættisins] sýna fram á að það stríðir við þroskahömlun,“ sagði Rouhani. Hann sagði aukinheldur að þvinganirnar væru tilgangslausar og að ákvörðunin þýddi að samningsvilji Bandaríkjanna væri einungis sýndarmennska. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagði um hinar nýju þvinganir að þær myndu gera það að verkum að annaðhvort áttuðu Íranar sig á stöðunni eða frekari þvingana væri þörf. „Það verður, held ég, samspil þvingana og annars konar aðgerða sem fær Íran að borðinu.“Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði að bandaríska forsetaembættið stríddi við þroskahömlun.Nordicphotos/AFPAbbas Mousavi, upplýsingafulltrúi íranska utanríkisráðuneytisins, var á sama máli og forsetinn. Sagði þvinganirnar gegn Khamenei gagnslausar og að þær kæmu í veg fyrir viðræður. „Övæntingarfull ríkisstjórn Trumps eyðileggur nú viðurkennda öryggisventla alþjóðasamfélagsins.“ En aftur að tístum bandaríska forsetans. Auk þess að ræða um gjöreyðingu skotmarka í Íran sagði hann að yfirlýsing Rouhanis sýndi fram á að Íransstjórn væri úr öllu sambandi við raunveruleikann. „Stjórnvöld í Íran skilja ekki hugtök á borð við kurteisi eða samkennd og hafa aldrei gert. Því miður skilja þau styrk og mátt. Bandaríkin eru langöflugasta hernaðarveldi heims og hafa varið 1,5 billjónum dala í varnarmál undanfarin tvö ár,“ tísti forsetinn og bætti við: „Hin frábæra íranska þjóð þjáist nú að tilgangslausu. Leiðtogar hennar verja öllu sínu fé í hryðjuverkastarfsemi og fátt annað. Bandaríkin hafa ekki gleymt því að Íran hefur beitt sprengjum sem hafa deytt 2.000 Bandaríkjamenn og sært fjölda til viðbótar.“ Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað stöðugt frá því að Trump tók við embætti og rifti kjarnorkusamningi Írans, Bandaríkjanna, Kína, Frakklands, Þýskalands, ESB, Rússlands og Bretlands (JCPOA). Samningurinn gekk út á afléttingu þvingana gegn því að Íran frysti kjarnorkuáætlun sína en eftir riftunina setti Trump-stjórnin á þvinganir á ný. Önnur aðildarríki hafa reynt að halda í samninginn en í maí sagði Rouhani að Íran myndi hætta að framfylgja plagginu nema hin ríkin vernduðu Íran gegn þeim bandarísku þvingunum sem hafa stórskaðað íranskt hagkerfi. Deilan hefur svo harðnað til muna í júnímánuði. Bandaríkin kenndu Íran um árásir á olíuflutningaskip á Ómanflóa nærri Hormuz-sundi en Íranar neita sök. Í síðustu viku skutu Íranar svo niður bandarískan dróna en ríkin deila um hvort hann hafi verið innan eða utan íranskrar lofthelgi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Íran Tengdar fréttir Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43 Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Íranskur hershöfðingi varar við afleiðingum þess ef til stríðs kæmi Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn Trumps ætti að haga sér með ábyrgum hætti. 23. júní 2019 12:43
Íranir segja Hvíta húsið „andlega fatlað“ vegna refsiaðgerðanna Forseti Írans segir Bandaríkjastjórn loka varanlega á viðræður með því að beita utanríkisráðherrann persónulega refsiaðgerðum. 25. júní 2019 10:49