Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna Andri Eysteinsson skrifar 25. júní 2019 21:50 John Sanders sagði af sér í dag. Getty/Moneymaker John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. AP greinir frá. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga. Þau hefðu ekki aðgang að sápu, hreinum fötum eða viðunandi mat og vatni. Börn allt niður í átta ára gömul voru sögð þurfa að gæta ungbarna og ungra bleyjulausra barna þar sem þeim var haldið mörgum saman. Önnur voru veik og hefði inflúensa greinst í einhverjum þeirra.Sjá einnig: Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöðBörnin í landamærastöðinni í Clint nærri El Paso höfðu annað hvort verið tekin af ættingjum sínum þegar þau komu yfir landamærin eða eru börn táningsmæðra sem var einnig haldið þar.Sanders greindi starfsmönnum stofnunarinnar frá því að hann myndi formlega hætta störfum 5. Júlí næstkomandi en greindi ekki frá ástæðu afsagnarinnar.Baráttuhópar fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa fagnað afsögninni en í viðtali varði Trump landamæragæslu Bandaríkjanna. „Lögin eru svo léleg, lög og reglur um hæli eru svo léleg að landamæraverðir okkar, stórkostlegt fólk allt saman, er ekki leyft að vinna vinnuna sína,“ sagði forsetinn.Fór ekki fram á afsögn Sanders sem hann hefur aldrei rætt viðTrump sagðist þá ekki hafa farið á þess leit við Sanders að hann segði af sér og sagði aldrei nokkurn tímann hafa talað við manninn. Trump sagði þó að hann hyggðist færa fólk milli starfa í ljósi krísunnar sem myndast hefur. Aðbúnaður og aðstæður í skýlum tolla- og landamæraeftirlitsins hafa verið slæmar en Sanders sagði á dögunum að stofnunin væri með um 15.000 manns í haldi en hámarksfjöldi sem stofnunin gæti tekið við væri 4.000. Þá segir AP að fimm börn hafi dáið í haldi yfirvalda í Bandaríkjunum frá því seint í fyrra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Færa hundruð vanræktra innflytjendabarna úr landamærastöð Lögfræðingar sem fengu að ræða við börnin í síðustu viku hafa lýst því að þau hafi ekki haft viðunandi aðgang að matvælum, vatni og hreinlæti. 25. júní 2019 14:30