Þýski flugherinn staðfestir þetta og segir að báðir flugmennirnir hafi komist úr vélunum með notkun slöngvisæta áður en að áreksturinn varð.
Flugmennirnir tveir voru ásamt þeim þriðja í verkefni á vegum hersins nærri Muritz-vatni um 100 kílómetra norður af Berlín. Staðurinn er nærri herstöðinni Laage í Mecklenburg-Vorpommen.
Lögregla segir að annar flugmannanna hafi fundist ráfandi um skóglendi en leit stendur enn yfir af hinum flugmanninum.
Reports that two Eurofighter jets touched each other and crashed in Northern Germany. Apparently the pilots ejected safely, but wildfires have erupted at the crash sites.
— Ragnar Weilandt (@RagnarWeilandt) June 24, 2019
pic.twitter.com/mttc8gHZMT