Hefja söfnun til að koma Sayed og fánanum risastóra til landsins fyrir Frakkaleikinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2019 12:00 Mynd/Mohammad Sayed Majumder Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning: EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira