Lönduðu tugmilljóna samningi við danskt sveitarfélag Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Meirihlutinn af tekjum MainManager kemur að utan. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið MainManager hefur gert samning við sveitarfélagið Árósa í Danmörku. MainManager tók þátt í útboði gegnum samstarfsaðilann KMD og fékk hæstu einkunn hvað varðar gæði og kostnað. „Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir okkur enda hleypur samningsupphæðin á tugum milljóna króna. Hann styrkir stöðu okkar í Danmörku enn frekar,“ segir Guðrún Rós Jónsdóttir, framkvæmdastjóri MainManager, en fyrirtækið hefur nú þegar náð í fjölda stórra viðskiptavina í Danmörku og hefur verið á markaðnum þar í um 20 ár. Verkefnið mun felast í að koma byggingum, teikningum og fleiru á stafrænt form og síðan innleiða stafræna verkferla MainManager við þjónustu við eignirnar. Samningurinn nær yfir alls 2,2 milljónir byggingafermetra. „Það er lögð áhersla á notkun þrívíddarlíkana (BIM) sem upplýsingalíkans byggingarinnar og notkun þess í rekstrinum. En mesta áherslan er að ná tökum á upplýsingagjöf til stjórnenda um kostnaðarstöðu áætlana í öllum verkefnum sem tengjast rekstri, nýbyggingum og fleiru í sveitarfélaginu,“ segir Guðrún Rós. Nýlegt samstarf við KMD hefur reynst vel enda hefur fyrirtækið afar sterka stöðu þegar kemur að útboðum á vegum sveitarfélaga í Danmörku að sögn Guðrúnar Rósar. Hún segir MainManager strax hafa fengið fjölda fyrirspurna um hugbúnaðarlausnir sínar eftir að samstarfið hófst. „Einnig má taka fram að gífurlegur kraftur er í nýþróun hjá MainManager FM lausninni sem nú er í þróun þar sem áhersla er lögð á grafíska framsetningu gagna ásamt notkun á GIS-kortum, BIM og 2D teikningum og einföldu notendaviðmóti.“ Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Nýsköpun Tækni Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið MainManager hefur gert samning við sveitarfélagið Árósa í Danmörku. MainManager tók þátt í útboði gegnum samstarfsaðilann KMD og fékk hæstu einkunn hvað varðar gæði og kostnað. „Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir okkur enda hleypur samningsupphæðin á tugum milljóna króna. Hann styrkir stöðu okkar í Danmörku enn frekar,“ segir Guðrún Rós Jónsdóttir, framkvæmdastjóri MainManager, en fyrirtækið hefur nú þegar náð í fjölda stórra viðskiptavina í Danmörku og hefur verið á markaðnum þar í um 20 ár. Verkefnið mun felast í að koma byggingum, teikningum og fleiru á stafrænt form og síðan innleiða stafræna verkferla MainManager við þjónustu við eignirnar. Samningurinn nær yfir alls 2,2 milljónir byggingafermetra. „Það er lögð áhersla á notkun þrívíddarlíkana (BIM) sem upplýsingalíkans byggingarinnar og notkun þess í rekstrinum. En mesta áherslan er að ná tökum á upplýsingagjöf til stjórnenda um kostnaðarstöðu áætlana í öllum verkefnum sem tengjast rekstri, nýbyggingum og fleiru í sveitarfélaginu,“ segir Guðrún Rós. Nýlegt samstarf við KMD hefur reynst vel enda hefur fyrirtækið afar sterka stöðu þegar kemur að útboðum á vegum sveitarfélaga í Danmörku að sögn Guðrúnar Rósar. Hún segir MainManager strax hafa fengið fjölda fyrirspurna um hugbúnaðarlausnir sínar eftir að samstarfið hófst. „Einnig má taka fram að gífurlegur kraftur er í nýþróun hjá MainManager FM lausninni sem nú er í þróun þar sem áhersla er lögð á grafíska framsetningu gagna ásamt notkun á GIS-kortum, BIM og 2D teikningum og einföldu notendaviðmóti.“
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Nýsköpun Tækni Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Sjá meira
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf