Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 19:59 Gary í leik með Val fyrr í sumar. vísir/daníel „Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. Lekurinn var fyrsti leikur Gary fyrir Eyjamenn en það byrjar ekki vel. Liðið tapaði 2-0 fyrir toppliðinu og er fast við botninn. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
„Það er gott að vera mættur aftur,” sagði Gary Martin, leikmaður ÍBV, eftir tapið gegn KR. Lekurinn var fyrsti leikur Gary fyrir Eyjamenn en það byrjar ekki vel. Liðið tapaði 2-0 fyrir toppliðinu og er fast við botninn. „Ég hefði getað skorað tvö. Hefði ég verið að spila undanfarnar sex vikur þá hefði ég skorað. Það er aldrei gott að tapa en við mætum aftur næstu helgi. Hver leikur er úrslitaleikur.” „Það er mikill munur á að spila í liði á toppnum og svo á botninum. Ég hefði ekki þurft að koma til ÍBV. Ég vildi koma hingað til að koma mér aftur af stað. Ég hefði getað farið í lið um miðja deild og haft það þægilegt en ég vildi koma hingað. Mig langar að halda liðinu í deildinni. Þetta er frábær klúbbur og allir hafa hugsað vel um mig síðan ég kom hingað.” „Í dag eru Óskar munurinn á liðunum. Hann hefur verið munurinn síðustu 10 ár fyrir KR og það sést á markinu hans. Hann er vinstri fótar maður og allir vita það en samt kemst hann alltaf á vinstri. Það drap okkur í dag. Við brugðumst vel við. Við vorum á pari við þá líkamlega og í hlaupagetu.” Leikurinn í dag var ekki mikið fyrir augað en það voru einstaklingsgæði sem breyttu leiknum. „Þetta var ekki fótboltaleikur. Við gerðum völlinn þurran og ósléttan sem dregur úr gæðum en það mun skila okkur stigum. Toppliðin vilja ekki spila hérna. Gæði Óskars er það skilur liðin í sundur. Ég hefði átt að jafna 1-1 en við mætum aftur næstu helgi gegn FH og við munum veita þeim leik og vonandi ná í stig.” „Ég hef spilað fyrir fimm lið á Íslandi og þetta lið er of gott til að fara niður. Þegar við vinnum einn leik gefur það okkur möguleika. Við erum með nýjan stjóra og allir eru sáttir. Það er kraftur í þessu liði og þetta mun koma. Allir á eyjunni standa við bakið á okkur. Þetta lið verður að vera í Pepsi deildinni. Það eru 11 leikir eftir svo þetta er ekki búið.” „Ég þarf ekki að sanna mig fyrir neinum. Ég hef unnið allt hér. Ég valdi ÍBV því ég taldi það vera minn besta möguleika til að koma mér af stað aftur. Ég þarf að gefa allt í hvern einasta leik. Ég þarf að gefa allt mitt því liðið mitt þarf á mér að halda.” „Ég legg mitt af mörkum. Ég geri allt til að finna gleðina aftur. Í Val glataði ég því öllu. Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta. Þeir gjörsamlega tæmdu mig. Þetta var það besta í stöðunni fyrir mig. Hér er ég einn og get einbeitt mér að verkefninu og notið þess að spila fótbolta.” Langt er síðan Gary spilaði heilar 90 mínútur en hann var brattur eftir leik dagsins. „Ég átti ágætan leik. Ég hefði átt að skora. Ég er ánægður. 90 mínútur og enginn krampi. Ég er í flottu formi. Ég hef ekki spilað í 6 vikur en ég held mér í góðu standi og tek þessu alvarlega. Eina slæma við þetta er að við fengum engin stig en það er gott að vera kominn aftur. Stuðningsmennirnir hafa tekið vel við mér. Þeir voru frábærir og mér þótti vænt um það.” „Ef við höldum okkur í deildinni mun ég tala fyrst við ÍBV áður en ég ræði við önnur lið. ÍBV á það inni hjá mér. Þeir gáfu mér þetta tækifæri. Ég vil halda liðinu í deildinni. Það er markmið númer eitt. Þetta lið á að vera í efstu deild.” „Það er gott að búa hérna. Það er friðsælt og það sem ég þarf eftir það sem á undan hefur gengið. Ég hef lítið hugsað út í þetta. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og sjáum svo til hvað gerist,” sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira