Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júlí 2019 08:00 Geitur éta það sem þeim þykir gott, segir oddvitinn. "Það geta verið tré, runnar og blóm.“ Fréttablaðið/Vilhelm „Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
„Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps. Eigendur sumarbústaðalands í Fljótsdalshreppi hafa einnig mótmælt lausagöngu geita. Segja skógarbændurnir tveir á Droplaugarstöðum og Geirólfsstöðum það einkennilegt að ekki hafi verið brugðist við kvörtunum þeirra. Háum fjárhæðum af almannafé hafi verið varið til að girða af skógræktarlandið. Geitunum haldi hins vegar ekki girðingar sem haldi sauðfé. „Geitur eru skaðræðis skepnur á nýgróðursetningum og ungskógum, skemma mikið og drepa tré með ágangi sínum,“ segir í bréfi bændanna. Vegna þess hversu mikið geitur skemmi og auki kostnað segjast þeir leggja eindregið til að lausaganga geita verði bönnuð í Fljótsdalshreppi. Málið hefur ekki verið afgreitt á vettvangi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum en sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hafnaði tillögunni um bann. „Að sinni verður ekki sett á lausagöngubann geita. Sveitarstjórn skilur áhyggjur sem fram koma í erindunum og hvetur búfjáreigendur til að leitast við að sjá til þess að búfé þeirra valdi ekki skemmdum á eigum annarra,“ segir í bókun sveitastjórnarinnar sem kveður stefnt að því að gera búfjársamþykkt fyrir hreppinn og setja þar umgjörð um búfjárhald. „Þær borða náttúrlega það sem þeim þykir gott. Það geta auðvitað verið tré, runnar og blóm og annað sem verður á vegi þeirra,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps, um geiturnar. Hún kveðst halda að um sé að ræða sex geitur í hennar sveitarfélagi. „Þetta eru frekar léttar skepnur og það er talað um að þær haldist illa innan girðinga og reyni alltaf að vera sem hæst uppi – ef það er einn klettur í nágrenninu þá eru þær þar,“ útskýrir oddvitinn. Að sögn Gunnhildar hafa geiturnar ekki unnið skemmdir á áðurnefndu sumarbústaðalandi. „Þeir vita að það eru geitur á bænum og þóttust vissir um að geiturnar myndi valda einhverjum skemmdun en það er ekkert slíkt sem liggur fyrir í dag,“ segir oddvitinn.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Fljótsdalshreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira