Jarðskjálftinn í Kaliforníu sá stærsti í aldarfjórðung Vésteinn Örn Pétursson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 5. júlí 2019 10:22 Sprungur eru í mörgum vegum á svæðinu þar sem skjálftinn reið yfir. Dæmi eru um að heilu vegirnir hafi farið í sundur. Matt Hartman/AP Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Ekki er vitað um nein dauðsföll eða alvarleg meiðsl á fólki eftir jarðskjálftann í Kaliforníu í gær. Skjálftinn, sem var af stærðinni 6,4, er sá stærsti sem mælst hefur í Kaliforníu í aldarfjórðung eða frá árinu 1994. Upptök skjálftans voru við bæinn Ridgecrest 160 kílómetrum norðan við Los Angeles og fannst hann alla leið til Las Vegas en rúmlega 400 kílómetrar eru á á milli borganna tveggja. Jarðeðlisfræðingurinn John Rundle segir í samtali við BBC að talsvert tjón hafi orðið nærri upptökum skjálftans. Hann segir einnig mikla mildi að upptök skjálftans hafi verið jafn langt frá þéttbýliskjörnum eins og raun ber vitni. Sprungur komu í vegi og rafmagnsmöstur féllu til til jarðar. Þá hafa veggir og rúður á heimilum þar sem skjálftans gætti sem mest beðið mikinn skaða.Vörur í mörgum verslunum Los Angeles borgar rötuðu úr hillum sínum og niður á gólf í skjálftanum.Adam Graehl/APSamkvæmt slökkviliðinu í Kern-sýslu var spítalinn í Ridgecrest rýmdur vegna skjálftans. Slökkviliðið brást þá við á þriðja tug tilkynninga vegna skjálftans. Flestar sneru að minniháttar meiðslum íbúa á svæðinu en eitthvað var um að kviknað hefði í heimahúsum í kjölfar skjálftans. Þá gætti skjálftans einnig nálægt China Lake, en það er sprengjuprófunarsvæði sem bandaríski herinn hefur notast við. Embættismaður innan hersins segir allmikið tjón hafa orðið á svæðinu, meðal annars í formi eldsvoða, vatnsleka og leka á spilliefnum. Gavin Newson, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur lýst yfir neyðarástandi á þeim svæðum þar sem skjálftinn reið yfir, en yfirvöld hafa haft áhyggjur af eftirskjálftum frá því í gær. Þá segir borgarstjóri Ridgecrest, Peggy Breeden, að skjálftinn hafi valdið því að einhverjir borgarbúar hafi orðið fyrir hlutum sem féllu til jarðar við skjálftann, auk þess sem gasleiðslur í borginni hafi rofnað. „Við erum vön jarðskjálftum en ekki af þessari stærðargráðu,“ sagði hún í samtali við BBC.Víða féllu rafmagnsstaurar vegna jarðhræringanna.Matt Hartman/AP
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 6,4 í Kaliforníu Ekki liggur fyrir hvort eða hversu mikið manntjón varð af skjálftanum. Ekki er talin hætta á að flóðbylgja muni fylgja skjálftanum. 4. júlí 2019 18:52