Ekki skemma miðbæinn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 5. júlí 2019 07:00 Framkvæmdir í miðborginni hafa leitt til þess að hún er að missa sjarmann. Áður sást víða yfir sundin en núna skyggja byggingar á útsýni. Úr borginni flýja rekstraraðilar og margir forðast að koma í bæinn nema til að sækja skemmtanalífið. Niðurstöður Zenter rannsókna staðfesta þetta ásamt almennri óánægju með framkvæmdir og breytingar. Mistekist hefur að gera almenningssamgöngur að fýsilegum kosti. Þess í stað eru götur miðbæjarins þrengdar, þeim lokað og illa skipulagðar ljósastýringar og hraðahindranir settar upp. Nú er búið að hrekja stóran hluta reksturs úr miðbænum og sækja Miðbæingar meira verslun í Vesturbæinn. Mýrargata og Hringbraut eru sprungnar. Beygjuljósið við Geirsgötu logar í allt of stuttan tíma og veldur töfum við Hringbrautina.Hvernig getur bærinn orðið fyrir alla? Til að gera miðbæinn líflegan verður hann að vera fyrir alla, hafa aðgengi fyrir alla, sama með hvaða leiðum þeir koma. Lengi var ekki byggt nægjanlega í Reykjavík og fjöldi fólks ýmist heimilislaust eða fór annað. Nú er ofgnótt af dýrum íbúðum sem ekki seljast á meðan mörg hundruð bíða eftir hagkvæmu eða félagslegu húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur um hvernig létta má á umferð og bæta aðgengi en þær felldar eða vísað frá. Ein stærstu mistök meirihlutans eru að hugsa ekki fyrir þörfum allra. Hér þarf að koma inn ný hugsun sem er sú að minnka tafir fyrir alla, líka þá sem eru á bílum. Ferð hvers einstaklings skiptir máli. Borgarlína á að leysa vandann en mörgum spurningum er enn ósvarað. Hvar liggur hún, hvernig farartæki er hún og hvernig knúin? Hvað kostar að reka borgarlínu og hver á að reka hana? Vandinn er núna og á honum þarf að taka. Nýta þarf tæknina til að auka umferðarflæði. Setja stýrikerfi á umferðarljós sem snýst um að lágmarka tafatíma hvers og eins. Nota tölvukerfi til að mæla flæðið, hindranir og tafir. Að hindra aðgengi eða refsa bíleigendum með aukinni gjald- og skattlagningu er ekki leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Morðæðið á Gaza - Vitfirringin má ekki eyðileggja mennskuna Jón Baldvin Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdir í miðborginni hafa leitt til þess að hún er að missa sjarmann. Áður sást víða yfir sundin en núna skyggja byggingar á útsýni. Úr borginni flýja rekstraraðilar og margir forðast að koma í bæinn nema til að sækja skemmtanalífið. Niðurstöður Zenter rannsókna staðfesta þetta ásamt almennri óánægju með framkvæmdir og breytingar. Mistekist hefur að gera almenningssamgöngur að fýsilegum kosti. Þess í stað eru götur miðbæjarins þrengdar, þeim lokað og illa skipulagðar ljósastýringar og hraðahindranir settar upp. Nú er búið að hrekja stóran hluta reksturs úr miðbænum og sækja Miðbæingar meira verslun í Vesturbæinn. Mýrargata og Hringbraut eru sprungnar. Beygjuljósið við Geirsgötu logar í allt of stuttan tíma og veldur töfum við Hringbrautina.Hvernig getur bærinn orðið fyrir alla? Til að gera miðbæinn líflegan verður hann að vera fyrir alla, hafa aðgengi fyrir alla, sama með hvaða leiðum þeir koma. Lengi var ekki byggt nægjanlega í Reykjavík og fjöldi fólks ýmist heimilislaust eða fór annað. Nú er ofgnótt af dýrum íbúðum sem ekki seljast á meðan mörg hundruð bíða eftir hagkvæmu eða félagslegu húsnæði. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur um hvernig létta má á umferð og bæta aðgengi en þær felldar eða vísað frá. Ein stærstu mistök meirihlutans eru að hugsa ekki fyrir þörfum allra. Hér þarf að koma inn ný hugsun sem er sú að minnka tafir fyrir alla, líka þá sem eru á bílum. Ferð hvers einstaklings skiptir máli. Borgarlína á að leysa vandann en mörgum spurningum er enn ósvarað. Hvar liggur hún, hvernig farartæki er hún og hvernig knúin? Hvað kostar að reka borgarlínu og hver á að reka hana? Vandinn er núna og á honum þarf að taka. Nýta þarf tæknina til að auka umferðarflæði. Setja stýrikerfi á umferðarljós sem snýst um að lágmarka tafatíma hvers og eins. Nota tölvukerfi til að mæla flæðið, hindranir og tafir. Að hindra aðgengi eða refsa bíleigendum með aukinni gjald- og skattlagningu er ekki leiðin.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar