Íransforseti boðar frekari auðgun úrans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 11:49 Rouhani, forseti Írans, þrýstir nú á Evrópuríki að verja Íran fyrir viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranir ætli að auka auðgun á úrani eins og þeim þykir þörf á og umfram þau mörk sem kveðið er á um í kjarnorkusamningunum sem þeir gerðu vil heimsveldin árið 2015 nema að refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar verðir felldar niður. Mikil spenna hefur ríkt á milli íranskra og bandarískra stjórnvalda undanfarið. Hún hefur stigmagnast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningnum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir sem hafði verið aflétt með honum aftur á. Fyrr í vikunni tilkynntu Íranir að þeir hefðu sankað að sér meira af lítt auðguðu úrani en þeim er heimilt samkvæmt samningnum. Nú segir Rouhani að þeir ætli að auðga úranið meira en samningurinn leyfir. Ætlunin með takmörkununum á auðgun úrans í kjarnorkusamningnum er ætlað að gera Írönum kleift að vinna úran til að nota við raforkuframleiðslu en koma í veg fyrir að þeir geti komið sér upp kjarnavopnum. Fyrir kjarnorkusprengjur þarf að auðga úran meira en fyrir raforkuframleiðslu. Rouhani sagði að ef löndin sem standa að samningum tryggi ekki áframhaldandi viðskipti við Íran eins og kveðið er á um í honum muni hann taka kjarnaofn sem hafði verið slökkt á aftur í notkun, að því er segir í frétt Reuters. Evrópuríki lýsti miklum áhyggjum af mögulegum brotum Írana á samningnum í gær. Ísraelsk stjórnvöld sögðust búa sig undir mögulega þátttöku í hernaðarátökum á milli Bandaríkjanna og Írans. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að Íranir ætli að auka auðgun á úrani eins og þeim þykir þörf á og umfram þau mörk sem kveðið er á um í kjarnorkusamningunum sem þeir gerðu vil heimsveldin árið 2015 nema að refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar verðir felldar niður. Mikil spenna hefur ríkt á milli íranskra og bandarískra stjórnvalda undanfarið. Hún hefur stigmagnast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin frá kjarnorkusamningnum í fyrra og lagði viðskiptaþvinganir sem hafði verið aflétt með honum aftur á. Fyrr í vikunni tilkynntu Íranir að þeir hefðu sankað að sér meira af lítt auðguðu úrani en þeim er heimilt samkvæmt samningnum. Nú segir Rouhani að þeir ætli að auðga úranið meira en samningurinn leyfir. Ætlunin með takmörkununum á auðgun úrans í kjarnorkusamningnum er ætlað að gera Írönum kleift að vinna úran til að nota við raforkuframleiðslu en koma í veg fyrir að þeir geti komið sér upp kjarnavopnum. Fyrir kjarnorkusprengjur þarf að auðga úran meira en fyrir raforkuframleiðslu. Rouhani sagði að ef löndin sem standa að samningum tryggi ekki áframhaldandi viðskipti við Íran eins og kveðið er á um í honum muni hann taka kjarnaofn sem hafði verið slökkt á aftur í notkun, að því er segir í frétt Reuters. Evrópuríki lýsti miklum áhyggjum af mögulegum brotum Írana á samningnum í gær. Ísraelsk stjórnvöld sögðust búa sig undir mögulega þátttöku í hernaðarátökum á milli Bandaríkjanna og Írans.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34 Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Segja Írani eiga meira en 300 kíló af auðguðu úrani Íranir eiga nú meira en 300 kíló af auðguðu úrani og hafa þar með brotið gegn kjarnorkusamningnum sem þeir gerðu við stórveldin árið 2015. 1. júlí 2019 11:34
Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna. 28. júní 2019 06:30