RÚV og Google Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. júlí 2019 07:00 Úrræðaleysi stjórnmálamanna í málefnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik. Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamannanna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum. Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á árunum 2015-2018. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“ sagði Björn Leví. Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamarkaðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál. Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu. Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa auglýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýsingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjónvarpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum. Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Úrræðaleysi stjórnmálamanna í málefnum einkarekinn fjölmiðla er algjört. Á meðan vex Ríkisútvarpið og dafnar með margra milljarða meðgjöf frá almenningi auk þess sem stofnunin er í bullandi samkeppni við einkamiðla um auglýsingatekjur í ójöfnum leik. Nýjasta dæmið um skilningsleysi stjórnmálamannanna er svar ráðuneyta við fyrirspurn frá Píratanum Birni Leví Gunnarssyni sem spurði um kaup stofnana ríkisins á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum. Fréttablaðið tók tölurnar saman og í ljós kom að dæmi eru um að útgjöld til slíks hafi ríflega tífaldast á árunum 2015-2018. „Stefnan var að efla íslenska fjölmiðla og þarna er sérstaklega verið að taka ákvörðun um að auglýsa annars staðar. Tekjur flestra fjölmiðla eru í auglýsingasölu og þarna er verið að beina auglýsingatekjum annað,“ sagði Björn Leví. Í fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra þar sem gert er ráð fyrir að skipta 350 milljóna framlagi frá ríkinu milli einkamiðla er tækniþróun fjölmiðlamarkaðarins tekin fyrir. Þar segir að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum á rekstrarumhverfi sem átt hafa sér stað síðustu ár með aukinni tækniþróun og alþjóðavæðingu. Þar er einnig tekið fram að æ stærri hluti auglýsingatekna renni til erlendra samfélagsmiðla og leitarvéla sem sé sjálfstætt vandamál. Það skýtur því skökku við að á meðan ráðherrann þykist skilja þann bráðavanda sem að íslenskum fjölmiðlum steðjar snýr hún sér við og kaupir auglýsingar af þeim sömu og hún segir vera við það að ganga af íslenskum fjölmiðlamarkaði dauðum. Samkeppni íslenskra einkamiðla við erlend fyrirtæki á borð við Google og Facebook er staðreynd. Henni væri hægt að taka fagnandi ef stjórnmálamenn löguðu lagaumhverfið að nútímanum, í stað þess að bjóða upp á miðjumoð á borð við það frumvarp sem nú liggur á borðinu. Af mörgu er að taka. Ein hugmynd er að leyfa auglýsingar á áfengi í íslenskum miðlum. Rökin fyrir banninu eru löngu fallin um sjálf sig. Áfengisauglýsingar er að finna úti um allt. Netið hefur orðið til þess að áfengisauglýsingar sjá allir, þótt þær séu bannaðar í dagblöðum. Þær eru í erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins og seld í íslenskum bókabúðum. Þær eru á samfélagsmiðlum sem heyra ekki undir íslenska lögsögu en allir hafa aðgang að og svo í beinum sjónvarpsútsendingum, aðallega frá íþróttaleikjum. Á meðan stjórnmálamenn tala um mikilvægi fjölmiðla á tyllidögum er beint framlag ríkisins til Ríkisútvarpsins um 4,7 milljarðar á ári. RÚV sækir svo um 2,3 milljarða til viðbótar með auglýsingasölu í samkeppni við einkareknu miðlana. Draumsýn menntamálaráðherra með fjölmiðlafrumvarpi sínu er sú að eitthvað lagist á rammskökkum fjölmiðlamarkaði með því að ríkið leggi fram til einkamiðlanna það sem nemur um 5 prósentum af árlegri forgjöf Ríkisútvarpsins. Og svo auglýsir hún draumsýnina á Facebook.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun