Fimm íslensk ungmenni inn á topp tíu listum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2019 14:15 Mynd/FRÍ Íslensk frjálsíþróttakrakkar hafa náð frábærum árangri á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Alþjóðlegir titlar ungmenna, Íslandsmeistaratitlar og Íslandsmet í fullorðinsflokki hafa fallið í skaut krakka sem enn eru gjaldgeng í flokki unglinga. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skoðað betur árangur íslensku krakkanna og þá sérstaklega miðað við afrekalista í Evrópu. Ef Evrópulistar eru skoðaðir þá má sjá að fimm íslenskir krakkar eru á meðal tíu efstu í sínum aldursflokk. Íslendingar geta því sannarlega státað sig af ungmennum sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu. Efst er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem er önnur á Evrópulistanum í sleggjukasti stúlkna yngri en 18 ára. Þegar árangur með 4 kílóa kvennasleggju er skoðaður þá er hún efst. Þar er árangur hennar 62,16 metrar sem er Íslandsmetið í greininni. Næst er Erna Sóley Gunnarsdóttir sem er þriðja á lista í kúluvarpi yngri en 20 ára. Lengsta kast hennar er 16,13 metrar og er það aldursflokkamet 18-19 ára og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er með Íslandsmeti sínu í 200 metra hlaupi, 23,45 sekúndur, í fjórða sæti Evrópulistans yngri en 20 ára. Fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi er hún í fimmta sæti. Íslandsmet hennar í þeirri grein er 11,56 sekúndur. Birna Kristín Kristjánsdóttir bætti um helgina eigið aldursflokkamet í langstökki 16-17 ára þegar hún stökk 6,12 metra. Það er sjöundi besti árangur fyrir stúlkur yngri en 18 ára í Evrópu það sem af er ári.Tiana Ósk Whitworth, sem um helgina bætti 15 ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur áður en að Guðbjörg Jóna bætti það stuttu seinna, er í áttunda sæti yngri en 20 ára fyrir árangur sinn í 100 metra hlaupi. Tími hennar er 11,57 sekúndur, aðeins 1/100 úr sekúndu lakari en tími Guðbjargar. Í 200 metra hlaupi á Tiana best 23,79 sekúndur sem er tólfti besti árangur stúlku yngri en 20 ára í Evrópu. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Íslensk frjálsíþróttakrakkar hafa náð frábærum árangri á síðasta ári og það sem af er þessu ári. Alþjóðlegir titlar ungmenna, Íslandsmeistaratitlar og Íslandsmet í fullorðinsflokki hafa fallið í skaut krakka sem enn eru gjaldgeng í flokki unglinga. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skoðað betur árangur íslensku krakkanna og þá sérstaklega miðað við afrekalista í Evrópu. Ef Evrópulistar eru skoðaðir þá má sjá að fimm íslenskir krakkar eru á meðal tíu efstu í sínum aldursflokk. Íslendingar geta því sannarlega státað sig af ungmennum sem eru á meðal þeirra bestu í Evrópu. Efst er Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem er önnur á Evrópulistanum í sleggjukasti stúlkna yngri en 18 ára. Þegar árangur með 4 kílóa kvennasleggju er skoðaður þá er hún efst. Þar er árangur hennar 62,16 metrar sem er Íslandsmetið í greininni. Næst er Erna Sóley Gunnarsdóttir sem er þriðja á lista í kúluvarpi yngri en 20 ára. Lengsta kast hennar er 16,13 metrar og er það aldursflokkamet 18-19 ára og 20-22 ára. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er með Íslandsmeti sínu í 200 metra hlaupi, 23,45 sekúndur, í fjórða sæti Evrópulistans yngri en 20 ára. Fyrir Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi er hún í fimmta sæti. Íslandsmet hennar í þeirri grein er 11,56 sekúndur. Birna Kristín Kristjánsdóttir bætti um helgina eigið aldursflokkamet í langstökki 16-17 ára þegar hún stökk 6,12 metra. Það er sjöundi besti árangur fyrir stúlkur yngri en 18 ára í Evrópu það sem af er ári.Tiana Ósk Whitworth, sem um helgina bætti 15 ára gamalt Íslandsmet Sunnu Gestsdóttur áður en að Guðbjörg Jóna bætti það stuttu seinna, er í áttunda sæti yngri en 20 ára fyrir árangur sinn í 100 metra hlaupi. Tími hennar er 11,57 sekúndur, aðeins 1/100 úr sekúndu lakari en tími Guðbjargar. Í 200 metra hlaupi á Tiana best 23,79 sekúndur sem er tólfti besti árangur stúlku yngri en 20 ára í Evrópu.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira