Stjarnan vann fyrri leikinn, 2-1, og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði markið sem tryggði Stjörnunni farseðilinn í næstu umferð í uppbótartíma framlengingar.
Stjörnumenn fögnuðu vel og innilega eftir leikinn, fyrst á vellinum og svo inni í búningsklefa þar sem Jóhann Laxdal stjórnaði fagnaðarlátunum. Myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan.
Klukkan er gleði hér í Tallinn! pic.twitter.com/uPInc6AZF3
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) July 18, 2019
Stjarnan mætir Espanyol í næstu umferð. Fyrri leikurinn fer fram á RCDE vellinum í Barcelona eftir viku og sá seinni á Samsung-vellinum fimmtudaginn 1. ágúst.
Á sunnudaginn mætir Stjarnan KR í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla.