Úti að aka Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. júlí 2019 07:00 Leigubílamarkaður á Íslandi er einokunarbransi. Forsenda þess að fá að keyra leigubíl er að hafa útgefið leyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur leigubílastöð sem má aka leigubíl. Gjaldskrár eru samræmdar og ákveðnar af nefnd, gjaldmælar þurfa að vera löggiltir og bílstjórar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, eins og að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem er ekið. Þeir mega ekki hafa verið dæmdir í fangelsi. Þá er að finna í íslenskum lögum hámarksfjölda útgefinna leyfa til aksturs leigubíla. Fyrir tilstilli EES-samningsins stendur til að breyta þessu í átt til frelsis og afnema fjöldatakmarkanir á slíkum leyfum, sem er ein forsenda þess að farveitur sem við þekkjum úr erlendum borgum á borð við Uber og Lyft geti hafið hér starfsemi. En það þarf meira til. Þeir sem ferðast hafa með farveitunum þekkja að verðið sem gefið er upp í snjallsímaforritinu er áætlað verð, sem getur tekið smávægilegum breytingum eftir stöðu framboðs og eftirspurnar, vegalengd, tíma og umferð á götum. Þetta er allt mælt með staðsetningarbúnaði forritsins og fellur þar af leiðandi ekki undir þrönga, íslenska skilgreiningu löggilts gjaldmælis né undanþágu ef samið er um fyrir fram ákveðið heildarverð. Með öðrum orðum nota farveiturnar nútímatækni til að ákvarða verð, neytendum og bílstjórum til hægðarauka. Af óskiljanlegum ástæðum er slíkt bannað á Íslandi og ekki að sjá á nýju frumvarpi samgönguráðherra að standi til að gera breytingu á. Önnur skilyrði sem atvinnubílstjórum eru sett eru undarleg. Af hverju má maður sem hefur á lífsleiðinni farið út af sporinu og tekið út sína refsingu ekki starfa sem leigubílstjóri? Af hverju þarf bílstjóri að eiga bifreið sína ef hann vill bara keyra á mánudögum? Af hverju má eingöngu nota leigubifreið til leigubílaaksturs? Að minnsta kosti er ekki verið að hugsa um neytandann. Með farveitum má velja sér fararskjóta; rafmagnsbíl eða -hjól, stærri bíl fyrir farangur eða glæsibifreið ef á að gera sér dagamun. Kostnaður er nokkurn veginn ljós fyrir fram og greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar og tíma dags. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaði í gegnum símann. Farþegar og bílstjórar gefa svo hvrr öðrum einkunn, svo samskipti bílstjórans og kúnnans eru í flestum tilfellum til fyrirmyndar. Í borg eins og Reykjavík er kominn tími á frjálsa leigubíla. Fjölbreyttari samgöngur hljóta að vera takmarkið í borg þar sem samgönguvandinn er öllum ljós. Meira að segja væri hægt að innleiða græna hvata í starfsemina; rafmagnsvæða leigubílaflotann. Hvað sem öllum bollaleggingum líður hljóta allir að sjá að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls á Íslandi. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær menn sjá ljósið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Leigubílar Ólöf Skaftadóttir Samgöngur Samkeppnismál Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Leigubílamarkaður á Íslandi er einokunarbransi. Forsenda þess að fá að keyra leigubíl er að hafa útgefið leyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur leigubílastöð sem má aka leigubíl. Gjaldskrár eru samræmdar og ákveðnar af nefnd, gjaldmælar þurfa að vera löggiltir og bílstjórar þurfa að uppfylla ýmis skilyrði, eins og að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem er ekið. Þeir mega ekki hafa verið dæmdir í fangelsi. Þá er að finna í íslenskum lögum hámarksfjölda útgefinna leyfa til aksturs leigubíla. Fyrir tilstilli EES-samningsins stendur til að breyta þessu í átt til frelsis og afnema fjöldatakmarkanir á slíkum leyfum, sem er ein forsenda þess að farveitur sem við þekkjum úr erlendum borgum á borð við Uber og Lyft geti hafið hér starfsemi. En það þarf meira til. Þeir sem ferðast hafa með farveitunum þekkja að verðið sem gefið er upp í snjallsímaforritinu er áætlað verð, sem getur tekið smávægilegum breytingum eftir stöðu framboðs og eftirspurnar, vegalengd, tíma og umferð á götum. Þetta er allt mælt með staðsetningarbúnaði forritsins og fellur þar af leiðandi ekki undir þrönga, íslenska skilgreiningu löggilts gjaldmælis né undanþágu ef samið er um fyrir fram ákveðið heildarverð. Með öðrum orðum nota farveiturnar nútímatækni til að ákvarða verð, neytendum og bílstjórum til hægðarauka. Af óskiljanlegum ástæðum er slíkt bannað á Íslandi og ekki að sjá á nýju frumvarpi samgönguráðherra að standi til að gera breytingu á. Önnur skilyrði sem atvinnubílstjórum eru sett eru undarleg. Af hverju má maður sem hefur á lífsleiðinni farið út af sporinu og tekið út sína refsingu ekki starfa sem leigubílstjóri? Af hverju þarf bílstjóri að eiga bifreið sína ef hann vill bara keyra á mánudögum? Af hverju má eingöngu nota leigubifreið til leigubílaaksturs? Að minnsta kosti er ekki verið að hugsa um neytandann. Með farveitum má velja sér fararskjóta; rafmagnsbíl eða -hjól, stærri bíl fyrir farangur eða glæsibifreið ef á að gera sér dagamun. Kostnaður er nokkurn veginn ljós fyrir fram og greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar og tíma dags. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaði í gegnum símann. Farþegar og bílstjórar gefa svo hvrr öðrum einkunn, svo samskipti bílstjórans og kúnnans eru í flestum tilfellum til fyrirmyndar. Í borg eins og Reykjavík er kominn tími á frjálsa leigubíla. Fjölbreyttari samgöngur hljóta að vera takmarkið í borg þar sem samgönguvandinn er öllum ljós. Meira að segja væri hægt að innleiða græna hvata í starfsemina; rafmagnsvæða leigubílaflotann. Hvað sem öllum bollaleggingum líður hljóta allir að sjá að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls á Íslandi. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær menn sjá ljósið.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar