Áhyggjur bannaðar Láru G. Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2019 07:00 Ég sit undir loftkælingu á Hawaii eyjunni Kauai. Hitinn er svo mikill að mann langar til að spranga um á nærklæðunum einum fata. Kauai er svolítið eins og Heimaey nema 100-falt stærri að flatarmáli. Þar er afslappað andrúmsloft, villt hænsni í staðinn fyrir lunda á vappi við verslanir og heimahús, og ég hef ekki séð neinn pirrast í umferðinni. Ósjálfrátt hægist á öllum hugsunum hérna. Í handbók um Kauai hnaut ég um setningu þar sem segir að ólöglegt sé fyrir ferðamenn að taka áhyggjur með sér á eyjuna. Nú veit ég ekki hvort maður yrði hnepptur í fangelsi ef maður færi að ræða áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum eða hve erfitt væri að hneppa buxunum eftir ísinn sem maður var að éta. Þessi óopinbera regla innfæddra fékk mig þó til að hugsa – frí eru sannarlega til að njóta en ekki veltast um eigin hugsanaflækjur. Einu sinni áður hef ég rekist á álíka reglu og það var í skólanum þar sem ég nam jógafræði á Íslandi. Og svo þegar ég sjálf stofnaði fyrirtæki ákváðum við að fylgja sama hætti og skilja eigin áhyggjur eftir við þröskuldinn. Mér finnst þessi regla að skilja áhyggjurnar eftir bara nokkuð viðeigandi. Það er nefnilega enginn annar en maður sjálfur sem er flugumferðarstjóri eigin hugsana. Eins og þeir stjórna ekki hvaða flugvélar koma í ratsjána þá stjórnum við ekki hvaða hugsanir sækja að okkur. En líkt og flugumferðarstjóri stjórnar flugumferð þá getum við annaðhvort hleypt umferð þessara hugsana um okkar ratsjársvæði eða vísað þeim frá – allavega þessum dags daglegu. Og finna fegurðina í umhverfinu og fólkinu í kringum okkur en hér heilsast allir og kveðja með aloha - sem í raun táknar ást, frið og samkennd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sit undir loftkælingu á Hawaii eyjunni Kauai. Hitinn er svo mikill að mann langar til að spranga um á nærklæðunum einum fata. Kauai er svolítið eins og Heimaey nema 100-falt stærri að flatarmáli. Þar er afslappað andrúmsloft, villt hænsni í staðinn fyrir lunda á vappi við verslanir og heimahús, og ég hef ekki séð neinn pirrast í umferðinni. Ósjálfrátt hægist á öllum hugsunum hérna. Í handbók um Kauai hnaut ég um setningu þar sem segir að ólöglegt sé fyrir ferðamenn að taka áhyggjur með sér á eyjuna. Nú veit ég ekki hvort maður yrði hnepptur í fangelsi ef maður færi að ræða áhyggjur sínar af loftslagsbreytingum eða hve erfitt væri að hneppa buxunum eftir ísinn sem maður var að éta. Þessi óopinbera regla innfæddra fékk mig þó til að hugsa – frí eru sannarlega til að njóta en ekki veltast um eigin hugsanaflækjur. Einu sinni áður hef ég rekist á álíka reglu og það var í skólanum þar sem ég nam jógafræði á Íslandi. Og svo þegar ég sjálf stofnaði fyrirtæki ákváðum við að fylgja sama hætti og skilja eigin áhyggjur eftir við þröskuldinn. Mér finnst þessi regla að skilja áhyggjurnar eftir bara nokkuð viðeigandi. Það er nefnilega enginn annar en maður sjálfur sem er flugumferðarstjóri eigin hugsana. Eins og þeir stjórna ekki hvaða flugvélar koma í ratsjána þá stjórnum við ekki hvaða hugsanir sækja að okkur. En líkt og flugumferðarstjóri stjórnar flugumferð þá getum við annaðhvort hleypt umferð þessara hugsana um okkar ratsjársvæði eða vísað þeim frá – allavega þessum dags daglegu. Og finna fegurðina í umhverfinu og fólkinu í kringum okkur en hér heilsast allir og kveðja með aloha - sem í raun táknar ást, frið og samkennd.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun