Sport

Segir líklegt að Íslandsmet falli og lágmörk fyrir stórmót náist á Laugardalsvelli um helgina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Laugardalsvelli um helgina. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins keppir þar um 37 Íslandsmeistaratitla.

Íslandsmethafar, Ólympíuhafar og verðlaunahafar frá sterkum mótum í frjálsum íþróttum verða á meðal keppenda á Laugardalsvelli um helgina. Guðmundur Karlsson, framkvæmdarstjóri frjálsíþróttasambandsins,

„Það eru góður möguleiki, sérstaklega ef veðrið spilar aðeins með. Við viljum ekki of mikinn vind því þá er það ólöglegt eins og í spretthlaupunum,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Í kastgreinunum eigum við möguleika, eins og í sleggjukasti karla. Hilmar Örn hefur verið að bæta metið þar og það eru alltaf möguleikar.“

Heimsmeistaramót og Ólympíuleikar eru á næsta ári og því eru margir hungraðir í árangur og lágmörk fyrir mótin á næsta ári.

„Það eru nokkrir aðilar. Við erum með Anítu sem á alltaf möguleika á lágmörkum, Guðni Valur í kringlunni, Hilmar í sleggjunni og fleiri og fleiri.“

Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ólympíufarar og Íslandsmethafar á Meistaramóti Íslands

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram á Laugardalsvellinum um helgina en fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður samankomið á þjóðarleikvangi Íslands dagana 13. til 14. júlí. Í boði eru 37 Íslandsmeistaratitlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×