Neitaði að leyfa fréttakonu að eyða með sér deginum án karlkyns fylgdarmanns Andri Eysteinsson skrifar 11. júlí 2019 23:30 Robert Foster segir þetta eingöngu til marks um kristileg gildi sín. Twitter/RobertFoster4MS Robert Foster, bandarískur stjórnmálamaður og einn þeirra þriggja Repúblikana sem sækjast eftir embætti ríkisstjóra Mississippi, hefur legið undir gagnrýni ytra vegna þess að hafa neitað því að eyða degi með fréttakonu nema hún hefði karlmann meðferðis. BBC greinir frá.Foster er ríkisþingmaður Mississippi og sækist eftir því að taka við embætti af Phil Bryant sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í þriðja skiptið. Fréttakona Mississippi Today, Larrison Campbell, hafði farið fram á við Foster að hún fengi að vinna innslag um hann og eyða með honum 15 tímum. Foster hafnaði því tilboði nema að karlkyns starfsmaður yrði með í för. Spurður um ástæðu höfnunarinnar sagði Foster að hann hafi svarið þess heit við eiginkonu sína að hann skildi aldrei eyða stundu einn með öðrum kvenmanni. Foster sagðist hafa ákveðið að hafna þessu til þess að vekja ekki upp spurningar almennings um hjónaband hans. Þetta væru einfaldlega kristileg gildi sem hann héldi.Fetar í fótspor Mike Pence Foster sagðist feta í fótspor sjónvarpsprestsins Billy Graham og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, sem báðir hafa sagst ekki munu eyða tíma einir með neinni konu annari en eiginkonu þeirra. Þá sagði Foster að í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar væri fylgst með körlum á öllum stundum. „Ég ætla ekki að koma mér í aðstöðu þar sem kona getur ásakað mig um nokkuð,“ sagði Foster einnig. Fréttamaðurinn Larrison Campbell segir ákvörðun Foster anga af kynjamismunun. Í viðtali á CNN sagði Campbell að Foster væri með ákvörðun sinni fyrst og fremst að hlutgera konur. Þá spurði hún Foster hvernig hann gæti orðið góður ríkisstjóri ef hann gæti ekki fundað einn með konu.Foster svaraði með því að segja að hægt væri að leysa það vandamál með því að hafa dyrnar opnar eða hafa fólk í næsta herbergi. 15 tíma bílferð með Campbell væri allt önnur ella. This is my truck, and in my truck we go by my rules. https://t.co/sqk6hPQl2y— Robert Foster (@RobertFoster4MS) July 11, 2019 Bandaríkin Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Robert Foster, bandarískur stjórnmálamaður og einn þeirra þriggja Repúblikana sem sækjast eftir embætti ríkisstjóra Mississippi, hefur legið undir gagnrýni ytra vegna þess að hafa neitað því að eyða degi með fréttakonu nema hún hefði karlmann meðferðis. BBC greinir frá.Foster er ríkisþingmaður Mississippi og sækist eftir því að taka við embætti af Phil Bryant sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í þriðja skiptið. Fréttakona Mississippi Today, Larrison Campbell, hafði farið fram á við Foster að hún fengi að vinna innslag um hann og eyða með honum 15 tímum. Foster hafnaði því tilboði nema að karlkyns starfsmaður yrði með í för. Spurður um ástæðu höfnunarinnar sagði Foster að hann hafi svarið þess heit við eiginkonu sína að hann skildi aldrei eyða stundu einn með öðrum kvenmanni. Foster sagðist hafa ákveðið að hafna þessu til þess að vekja ekki upp spurningar almennings um hjónaband hans. Þetta væru einfaldlega kristileg gildi sem hann héldi.Fetar í fótspor Mike Pence Foster sagðist feta í fótspor sjónvarpsprestsins Billy Graham og varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, sem báðir hafa sagst ekki munu eyða tíma einir með neinni konu annari en eiginkonu þeirra. Þá sagði Foster að í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar væri fylgst með körlum á öllum stundum. „Ég ætla ekki að koma mér í aðstöðu þar sem kona getur ásakað mig um nokkuð,“ sagði Foster einnig. Fréttamaðurinn Larrison Campbell segir ákvörðun Foster anga af kynjamismunun. Í viðtali á CNN sagði Campbell að Foster væri með ákvörðun sinni fyrst og fremst að hlutgera konur. Þá spurði hún Foster hvernig hann gæti orðið góður ríkisstjóri ef hann gæti ekki fundað einn með konu.Foster svaraði með því að segja að hægt væri að leysa það vandamál með því að hafa dyrnar opnar eða hafa fólk í næsta herbergi. 15 tíma bílferð með Campbell væri allt önnur ella. This is my truck, and in my truck we go by my rules. https://t.co/sqk6hPQl2y— Robert Foster (@RobertFoster4MS) July 11, 2019
Bandaríkin Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira