Gleymmérei - Rými til heilsuræktar í annríki háskólalífsins Aníta Hinriksdóttir og Krister Blær Jónsson skrifar 29. júlí 2019 20:10 Heilsa er umræðuefni sem ávallt virðist fanga huga fólks, enda snýst umræðan um aðferðir til að öðlast góða heilsu, stuðla að heilbrigðu líferni og að líða almennt sem best. Góð heilsa er jú gulli betri. Misjafnar hugmyndir eru á lofti um hvað felist raunverulega í góðri heilsu og virðist svarið fara alfarið eftir viðmælandanum hverju sinni. Líklega er hægt að sammælast um að góð heilsa felist í andlegri, jafnt og líkamlegri, vellíðan sem gerir fólki kleift að sinna hugans lystisemdum án takmarka. Má þá einu gilda um hvort það felist í því að stunda útivist eða í því að hringa sig í sófanum og láta þreytu líða úr sér. Góð heilsa, í öllum sínum víða skilningi, auðveldar áskoranir hins daglega lífs og verður því að teljast ansi verðugt keppikefli. Heilsurækt er þó hugtak sem auðvelt er að einskorða við líkamsrækt þó svo að áhrif andlegrar vellíðan á heilsu sé eitthvað sem ekki verður litið framhjá. Heilsa og vellíðan eru samtvinnuð hugtök og liggja oft sömu orsakir að baki andlegra- og líkamlegra kvilla, eins og margir þekkja e.t.v. á eigin skinni. Streita og álag geta, svo dæmi sé tekið, legið að baki hvort tveggja höfuðverk og andlegri vanlíðan. Af þeim ástæðum er mikilvægt að fólk hafi tíma aflögu fyrir sjálft sig og safni ekki upp álagi og streitu sem nær ógjörningur er að vinna úr. Raunin er hins vegar sú að oftar en ekki er fólk undir of miklu álagi, úr mörgum áttum, án þess einu sinni að átta sig á því. Þetta leiðir til stress, eftirsjár vegna ókláraða verka og, eins og gefur að skilja, skerts tíma til sjálfsræktar. Háskólanemar, og eflaust fleiri, kannast án efa við þá stöðu að sitja fyrirlestra, skila verkefnum, læra fyrir próf, vinna í hluta- eða fullu starfi, sinna fjölskyldunni og að lokum finna tíma fyrir sjálfan sig. Þetta er því miður jafna, sem fyrir gríðarlega marga, gengur hreinlega ekki upp og er þá tíminn fyrir sjálfsrækt sá hluti sem dettur hvað oftast út. Könnun á geðheilsu nemenda á háskólastigi, sem gerð var á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík, varpaði ljósi á gríðarlega alvarlega stöðu nemenda við skólana, þar sem þriðjungur þeirra sýndi einkenni miðlungs eða alvarlegs þunglyndis. Þó annríkið megi teljast nóg fyrir, er einnig staðreynd að margir þurfa að eyða miklum tíma í að komast á milli staða. Eðli málsins samkvæmt, myndi sá tími sem gæti farið í heilsurækt aukast til muna ef minni tími færi í að endasendast borgarhorna á milli og hægt væri t.d. að ganga að þjónustu eins og líkamsræktaraðstöðu á háskólasvæðinu sjálfu. Háskóli Íslands hefur að vísu íþróttahús til umráða, en enn virðist vera rými fyrir umbætur í þeim málum. Háskólasamfélagið er afar stórt og fjölbreytt, með öllum sínum 12.000 nemendum, og þó að sumir hafi tök á því að renna við í ræktinni á leiðinni einhvert, með tilheyrandi ferðatíma, fyrirhöfn og kostnaði, hafa ekki allir tök á því að sækja á önnur mið til líkamsræktar. Tilkoma enn betri líkamsræktaraðstöðu yrði skólanum svo sannarlega til framdráttar og ætti háskólasamfélagið allt að stuðla að eins sjálfsögðum hlut og svigrými til sjálfræktar í hvívetna. Í kjölfar vitundarvakningarinnar um geð- og lýðheilsu hefur þó ýmislegt áunnist á undanförnum árum. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur til að mynda sett geðheilsu nemenda í forgang og nú hefur Háskólinn bætt tveimur 50% stöðum sálfræðinga við þá einu sem fyrir var. Eins hefur Geðfræðslufélagið Hugrún unnið frábært starf og slík samtök geta aldeilis kallast búbót fyrir háskólasamfélagið og samfélagið sem heild. Þrátt fyrir vitundarvakninguna, virðast einstaklingar sem gefa sér tíma fyrir sjálfan sig oft vera stimplaðir sem eigingjarnir, innhverfir eða ófélagslyndir. Að sama skapi virðist hreyfing aðeins teljast sem hreyfing ef hlaupnir eru 10km, lyft þungt eða hjólað langt. Það meðalhóf sem vænlegast er til heilsu virðist vera dottið úr almennri umræðu. Hreyfing er nefnilega líka að ganga í skólann, hjóla í búðina eða taka stigann í stað lyftu; Hlutir sem auðveldir eru í framkvæmd og vænlegir til þess að innleiða í daglega rútínu. Margir gera sér ekki almennilega grein fyrir hvar skóinn kreppir þegar eigin líðan er annars vegar. Ljóst er því að mikilvægt er að opna umræðuna um líðan og tilfinningar enn frekar. Hin gríðarlega fjölbreytta flóra fólks þarf að fá tækifæri til þess átta sig á því hvað hefur áhrif á eigin líðan ásamt því að fá svigrúm til að rækta hana, andlega jafnt sem líkamlega. Höfundar eru varafulltrúi í Stúdentaráði fyrir Röskvu á menntavísindasviði og fyrrverandi stúdentaráðsliði Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Heilsa er umræðuefni sem ávallt virðist fanga huga fólks, enda snýst umræðan um aðferðir til að öðlast góða heilsu, stuðla að heilbrigðu líferni og að líða almennt sem best. Góð heilsa er jú gulli betri. Misjafnar hugmyndir eru á lofti um hvað felist raunverulega í góðri heilsu og virðist svarið fara alfarið eftir viðmælandanum hverju sinni. Líklega er hægt að sammælast um að góð heilsa felist í andlegri, jafnt og líkamlegri, vellíðan sem gerir fólki kleift að sinna hugans lystisemdum án takmarka. Má þá einu gilda um hvort það felist í því að stunda útivist eða í því að hringa sig í sófanum og láta þreytu líða úr sér. Góð heilsa, í öllum sínum víða skilningi, auðveldar áskoranir hins daglega lífs og verður því að teljast ansi verðugt keppikefli. Heilsurækt er þó hugtak sem auðvelt er að einskorða við líkamsrækt þó svo að áhrif andlegrar vellíðan á heilsu sé eitthvað sem ekki verður litið framhjá. Heilsa og vellíðan eru samtvinnuð hugtök og liggja oft sömu orsakir að baki andlegra- og líkamlegra kvilla, eins og margir þekkja e.t.v. á eigin skinni. Streita og álag geta, svo dæmi sé tekið, legið að baki hvort tveggja höfuðverk og andlegri vanlíðan. Af þeim ástæðum er mikilvægt að fólk hafi tíma aflögu fyrir sjálft sig og safni ekki upp álagi og streitu sem nær ógjörningur er að vinna úr. Raunin er hins vegar sú að oftar en ekki er fólk undir of miklu álagi, úr mörgum áttum, án þess einu sinni að átta sig á því. Þetta leiðir til stress, eftirsjár vegna ókláraða verka og, eins og gefur að skilja, skerts tíma til sjálfsræktar. Háskólanemar, og eflaust fleiri, kannast án efa við þá stöðu að sitja fyrirlestra, skila verkefnum, læra fyrir próf, vinna í hluta- eða fullu starfi, sinna fjölskyldunni og að lokum finna tíma fyrir sjálfan sig. Þetta er því miður jafna, sem fyrir gríðarlega marga, gengur hreinlega ekki upp og er þá tíminn fyrir sjálfsrækt sá hluti sem dettur hvað oftast út. Könnun á geðheilsu nemenda á háskólastigi, sem gerð var á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Háskólans í Reykjavík, varpaði ljósi á gríðarlega alvarlega stöðu nemenda við skólana, þar sem þriðjungur þeirra sýndi einkenni miðlungs eða alvarlegs þunglyndis. Þó annríkið megi teljast nóg fyrir, er einnig staðreynd að margir þurfa að eyða miklum tíma í að komast á milli staða. Eðli málsins samkvæmt, myndi sá tími sem gæti farið í heilsurækt aukast til muna ef minni tími færi í að endasendast borgarhorna á milli og hægt væri t.d. að ganga að þjónustu eins og líkamsræktaraðstöðu á háskólasvæðinu sjálfu. Háskóli Íslands hefur að vísu íþróttahús til umráða, en enn virðist vera rými fyrir umbætur í þeim málum. Háskólasamfélagið er afar stórt og fjölbreytt, með öllum sínum 12.000 nemendum, og þó að sumir hafi tök á því að renna við í ræktinni á leiðinni einhvert, með tilheyrandi ferðatíma, fyrirhöfn og kostnaði, hafa ekki allir tök á því að sækja á önnur mið til líkamsræktar. Tilkoma enn betri líkamsræktaraðstöðu yrði skólanum svo sannarlega til framdráttar og ætti háskólasamfélagið allt að stuðla að eins sjálfsögðum hlut og svigrými til sjálfræktar í hvívetna. Í kjölfar vitundarvakningarinnar um geð- og lýðheilsu hefur þó ýmislegt áunnist á undanförnum árum. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur til að mynda sett geðheilsu nemenda í forgang og nú hefur Háskólinn bætt tveimur 50% stöðum sálfræðinga við þá einu sem fyrir var. Eins hefur Geðfræðslufélagið Hugrún unnið frábært starf og slík samtök geta aldeilis kallast búbót fyrir háskólasamfélagið og samfélagið sem heild. Þrátt fyrir vitundarvakninguna, virðast einstaklingar sem gefa sér tíma fyrir sjálfan sig oft vera stimplaðir sem eigingjarnir, innhverfir eða ófélagslyndir. Að sama skapi virðist hreyfing aðeins teljast sem hreyfing ef hlaupnir eru 10km, lyft þungt eða hjólað langt. Það meðalhóf sem vænlegast er til heilsu virðist vera dottið úr almennri umræðu. Hreyfing er nefnilega líka að ganga í skólann, hjóla í búðina eða taka stigann í stað lyftu; Hlutir sem auðveldir eru í framkvæmd og vænlegir til þess að innleiða í daglega rútínu. Margir gera sér ekki almennilega grein fyrir hvar skóinn kreppir þegar eigin líðan er annars vegar. Ljóst er því að mikilvægt er að opna umræðuna um líðan og tilfinningar enn frekar. Hin gríðarlega fjölbreytta flóra fólks þarf að fá tækifæri til þess átta sig á því hvað hefur áhrif á eigin líðan ásamt því að fá svigrúm til að rækta hana, andlega jafnt sem líkamlega. Höfundar eru varafulltrúi í Stúdentaráði fyrir Röskvu á menntavísindasviði og fyrrverandi stúdentaráðsliði Röskvu á heilbrigðisvísindasviði.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun