Sundsvindlaranum fagnað sem hetju við heimkomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 15:30 Sun Yang vann tvenn gullverðlaun á HM í 50 metra laug í Gwangju. vísir/getty Sundkappinn umdeildi, Sun Yang, fékk höfðinglegar móttökur er hann kom heim til Kína í gær. Fjöldi fólks var samankominn á flugvellinum í Hangzhou til að fagna Yang sem vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi á HM í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Aðdáendur Suns héldu á myndum af honum og skiltum með hvetjandi skilaboðum.Drugs cheat Chinese swimmer Sun Yang returns home following furious at World Championships https://t.co/JkhoYtlTjWpic.twitter.com/xwk3RbQfur — Distinct Athlete (@DistinctAthlete) July 29, 2019 Sun er afar umdeildur innan sundheimsins en hann var dæmdur í þriggja mánaða bann eftir að hann féll á lyfjaprófi 2014. Örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Eftir að hafa tekið út bannið sneri Sun aftur í laugina og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna, þ.á.m. til tvennra gullverðlauna á HM í Gwangju sem lauk um helgina. Margir af helstu keppninautum Suns telja að hann eigi ekki að fá að keppa og tveir þeirra mótmæltu á áberandi hátt á HM í Gwangju. Í bæði 200 og 400 metra skriðsundi neituðu verðlaunahafar að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun. Skotinn Duncan Scott varð þriðji í 200 metra skriðsundi og Ástralinn Mack Horton tók silfrið í 400 metra skriðsundinu. Báðir neituðu þeir að deila verðlaunapallinum með Sun og vildu ekki láta taka myndir af sér með honum. Sun svaraði fyrir sig, öskraði á Scott að hann væri tapsár og sakaði Horton um að sýna Kína vanvirðingu með uppátæki sínu. Sun, Scott og Horton voru allir áminntir af Alþjóðalega sundsambandinu fyrir framkomu sína. Kína Sund Tengdar fréttir Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. 23. júlí 2019 11:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Sundkappinn umdeildi, Sun Yang, fékk höfðinglegar móttökur er hann kom heim til Kína í gær. Fjöldi fólks var samankominn á flugvellinum í Hangzhou til að fagna Yang sem vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi á HM í 50 metra laug í Gwangju í Suður-Kóreu. Aðdáendur Suns héldu á myndum af honum og skiltum með hvetjandi skilaboðum.Drugs cheat Chinese swimmer Sun Yang returns home following furious at World Championships https://t.co/JkhoYtlTjWpic.twitter.com/xwk3RbQfur — Distinct Athlete (@DistinctAthlete) July 29, 2019 Sun er afar umdeildur innan sundheimsins en hann var dæmdur í þriggja mánaða bann eftir að hann féll á lyfjaprófi 2014. Örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Eftir að hafa tekið út bannið sneri Sun aftur í laugina og hefur síðan þá unnið til fjölda verðlauna, þ.á.m. til tvennra gullverðlauna á HM í Gwangju sem lauk um helgina. Margir af helstu keppninautum Suns telja að hann eigi ekki að fá að keppa og tveir þeirra mótmæltu á áberandi hátt á HM í Gwangju. Í bæði 200 og 400 metra skriðsundi neituðu verðlaunahafar að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun. Skotinn Duncan Scott varð þriðji í 200 metra skriðsundi og Ástralinn Mack Horton tók silfrið í 400 metra skriðsundinu. Báðir neituðu þeir að deila verðlaunapallinum með Sun og vildu ekki láta taka myndir af sér með honum. Sun svaraði fyrir sig, öskraði á Scott að hann væri tapsár og sakaði Horton um að sýna Kína vanvirðingu með uppátæki sínu. Sun, Scott og Horton voru allir áminntir af Alþjóðalega sundsambandinu fyrir framkomu sína.
Kína Sund Tengdar fréttir Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. 23. júlí 2019 11:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. 23. júlí 2019 11:30