Skaðabætur vegna illgresiseyðisins Roundup stórlækkaðar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 14:49 Monsanto framleiddi Roundup en þýska stórfyrirtækið Bayer keypti fyrirtækið fyrir 63 milljarða dollara í fyrra. Vísir/EPA Dómari í Kaliforníu stórlækkaði skaðabætur sem stórfyrirtækið Bayer AG var dæmt til að greiða fólki sem taldi illgresiseyðinn Roundup hafa valdið þeim krabbameini. Kviðdómur hafði mælt með því að stefnendurnir fengju tvo milljarða dollar í bætur en dómari ákvað að hæfilegar bætur væru tæpar 87 milljónir dollara. Alva og Alberta Pilliod stefndu Monsanto sem Bayer AG keypti í fyrra þar sem þau töldu að rekja mætti krabbamein þeirra til Roundup. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa stefnt þýska fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið hefur þegar tapað þremur slíkum málum en hefur áfrýjað. Stefnendur telja að Roundup valdi eitlaæxli og að Monsanto hafi um áratugaskeið reynt að hafa áhrif á vísindamenn og eftirlitsaðila til að þagga niður vísbendingar um tengsl efnisins við krabbamein. Bayer hefur hafnað þeim ásökunum. Upphaflega var Pilliod-hjónunum dæmt jafnvirði um 244 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn í málinu taldi upphæðina of háa og að hún samræmdist ekki stjórnarskrá Kaliforníu. Þess í stað fá þau um sautján milljónir dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljarða króna, í miskabætur og 69 milljónir dollara, jafnvirði 8,4 milljarða króna, í refsibætur. Þau þurfa að fallast á lækkuðu bæturnar. Bayer hafði krafist þess að refsibæturnar yrðu felldar alveg niður. Dómarinn taldi aftur á móti sýnt fram á að stjórnendur Monsanto hefðu reynt að hindra og brengla vísindarannsóknir á áhrifum eitursins. Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Dómari í Kaliforníu stórlækkaði skaðabætur sem stórfyrirtækið Bayer AG var dæmt til að greiða fólki sem taldi illgresiseyðinn Roundup hafa valdið þeim krabbameini. Kviðdómur hafði mælt með því að stefnendurnir fengju tvo milljarða dollar í bætur en dómari ákvað að hæfilegar bætur væru tæpar 87 milljónir dollara. Alva og Alberta Pilliod stefndu Monsanto sem Bayer AG keypti í fyrra þar sem þau töldu að rekja mætti krabbamein þeirra til Roundup. Rúmlega þrettán þúsund manns hafa stefnt þýska fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins í Bandaríkjunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækið hefur þegar tapað þremur slíkum málum en hefur áfrýjað. Stefnendur telja að Roundup valdi eitlaæxli og að Monsanto hafi um áratugaskeið reynt að hafa áhrif á vísindamenn og eftirlitsaðila til að þagga niður vísbendingar um tengsl efnisins við krabbamein. Bayer hefur hafnað þeim ásökunum. Upphaflega var Pilliod-hjónunum dæmt jafnvirði um 244 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Dómarinn í málinu taldi upphæðina of háa og að hún samræmdist ekki stjórnarskrá Kaliforníu. Þess í stað fá þau um sautján milljónir dollara, jafnvirði rúmra tveggja milljarða króna, í miskabætur og 69 milljónir dollara, jafnvirði 8,4 milljarða króna, í refsibætur. Þau þurfa að fallast á lækkuðu bæturnar. Bayer hafði krafist þess að refsibæturnar yrðu felldar alveg niður. Dómarinn taldi aftur á móti sýnt fram á að stjórnendur Monsanto hefðu reynt að hindra og brengla vísindarannsóknir á áhrifum eitursins.
Bandaríkin Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48
Dómur yfir Monsanto staðfestur en bætur lækkaðar um hundruð milljóna dollara Dómari við dómstól í Kaliforníu hefur staðfest niðurstöðu kviðdóms þess efnis að efnaframleiðandinn Monsanto skuli greiða manni, DeWayne Johnson, sem er að deyja úr krabbameini skaðabætur. 23. október 2018 09:55