Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 06:57 Flóttamenn sem var bjargað við Lanzarote við Spán í janúar á þessu ári. Lanzarote er við Kanaríeyjar en smyglarar hafa í auknum mæli sótt þangað með flóttafólk. Vísir/EPA Flóttafólki hefur fækkað verulega við landamæri Evópu á árinu. Á fyrsta ársfjórðungi fækkaði óreglulegri för yfir landamæri Evrópu um alls 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Alls komu 33.600 færri flóttamenn til Evrópu en á sama tíma í fyrra. Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin. Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin.
Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira