Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2025 20:37 Nærmynd af mannsauganu sem getur numið ýmsa liti. Á því eru þó takmörk en stundum er hægt að blekkja augað til að sjá meira en það getur. Getty Vísindamenn segjast hafa uppgötvað nýjan blágrænan lit sem kallast „olo“ og ekkert auga hefur áður séð. Liturinn fékkst með því að skjóta laser-geisla inn í augu mennskra tilraunadýra og örva þannig frumur í sjónhimnum þeirra. BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita. Vísindi Bandaríkin Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
BBC fjallar um uppgötvanirnar sem vísindamennirnir, sem eru frá Kaliforníuháskóla í Berkeley og UW Medicine, birtu uppgötvanir sínar í tímaritinu Science Advances á föstudag. Ren Ng, einn meðhöfunda rannsóknarinnar og prófessor við Kaliforníuháskóla, segir niðurstöðurnar „eftirtektarverðar“ og telur að þær geti þokað áfram rannsóknum á litblindu. Ng sagði í viðtali við Radio 4 á BBC að liturinn olo væri mettaðri (e. saturated) en „nokkur litur sem þú getur séð í raunheimum“. Styrkur litsins sé meiri nokkurs annars blágræns lits. Keilurnar örvaðar af geislum Rannsóknin fór þannig fram að laser-geisla var skotið inn í sjáaldur annars auga hvers þátttakanda í rannsókninni. Þátttakendurnir voru fimm talsins, fjórir karlar og ein kona, sem allir voru með eðlilega sjón. Af þessum fimm voru þrír meðhöfundar í greininni. Þátttakendurnir horfðu í rannsókninni inn í tæki sem kallast Oz og einkennist af speglum, laser-geislum og sjóntækjum. Oz hafði verið hannað af nokkrum vísindamannanna og var uppfært fyrir rannsóknina. Mynd af auganu og innri hlutum þess.Vísindavefurinn Sjónhimnan er ljósnæm himna í innanverðu auganum, með ljósnæmar frumur, keilur og stafi, sem skynja rafsegulbylgjur ljóss og breyta þeim í rafboð sem berast eftir sjóntaug til heila. Keilurnar í sjónhimnunni eru þrenns konar: S, M og L, sem stendur fyrir stuttar, miðlungs og langar. Hver þeirra nemur ólíkar bylgjulengdir blás, rauðs og græns litar. Í rannsókninni segir að í venjulegri sýn þá örvi ljós ekki bara M-keilur heldur einnig nálægar S- og L-keilur af því virkni þeirra skarast. Það sem rannsakendurnir gerður var að örva einungis M-keilur „sem í grundvallaratriðum sendir litmerki til heilans sem gerist aldrei í náttúrulegri sjón,“ segir í greininni. Það þýðir að liturinn olo er ekki sjáanlegur berum augum í raunheimum nema með hjálp ákveðinnar örvunar á keilum sjónhimnunnar. Nani með laser-geislann á enninu í leik með Manchester United fyrir mörgum árum. Þátttakendurnir fengu öðruvísi geisla í augaðGetty Deilt um uppgötvun nýs litar Einhverjir vísindamenn hafa þó efast um niðurstöðuna og segja hinn nýja lit frekar túlkunaratriði. John Barbur, prófessor við City St George's-háskóla í Lundúnum, sagði að þó rannsóknin væri „tæknilegt afrek“ í örvun ákveðinna keila þá væri hægt að deila um að í henni fælist uppgötvun nýs litar. Hann tók sem dæmi að ef rauðar L-keilur yrðu örvaðar í stórum stíl myndi fólk „skynja sterkan rauðan“ en skynjunin gæti breyst eftir breytingum á næmni rauðra keilna, ekki ólíkt því sem átti sér stað í rannsókninni. Prófessor Ng segir að það sé „vissulega mjög tæknilega flókið“ að sjá olo en rannsóknarteymið sé að skoða niðurstöðurnar til að komast að því hvaða þýðingu þær kynnu að hafa fyrir litblinda sem eiga erfitt með að greina á milli ákveðinna lita.
Vísindi Bandaríkin Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira