Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. apríl 2025 16:24 Tjöld flóttamanna á Gasa voru ónýt eftir nýjustu árás Ísraelshers þar sem 37 létust. AP Hamas hefur hafnað nýjustu tillögu Ísrael um vopnahlé. Forsvarsmenn Hamas segjast þó tilbúnir að ræða annan samning sem feli í sér endalok stríðsins og frelsi allra gísla í þeirra haldi gegn því að palestínskum föngum verði sleppt. 37, flestir óbreyttir borgarar, létust í árásum Ísraelshers á tjaldbúðir. Í vopnahléstillögu Ísraela fólst 45 daga vopnahlé gegn því að tíu ísraelskir gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Hamas féllst ekki á þessa tillögu og sögðust „tilbúin til að semja tafarlaust um samning um að skipta á öllum gíslum við umsaminn fjölda Palestínumanna sem Ísraelar halda föngum.“ Khalil al-Hayya, samningamaður Hamas, segir ríkisstjórn Ísrael nota samningana, sem eru ekki tilbúnir samningar heldur einungis hluti þeirra, til að fela hver raunveruleg stefnumál stjórnarinnar eru, að halda áfram að útrýma og svelta íbúa Palestínu. Með þessu sé ríkisstjórnin einnig að fórna öllum ísraelskum gíslum í haldi Hamas. Talið er að 59 ísraelskir gíslar séu í haldi Hamas og að 24 þeirra séu á lífi. Ísraelar hafa áður sagt að yfirlýst markmið þeirra sé algjör afvopnun og eyðilegging Hamas samtakanna. Þeir hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum á Gasaströndinni að yfirgefa heimili sín. Margir óbreyttir borgarar á Gasaströndinni hafa látist í átökunum en í nýjustu árás Ísraela létust 37 manns. Árásin var gerð á tjaldbúðir óbreyttar borgara. Ísraelsher sagði að „Hamas hryðjuverkamaður“ hefði verið á svæðinu. Mikill fjöldi látinna eru börn. „Eldurinn var of mikill, hann gjöreyddi tjöldin og fólkið inni í þeim. Við vorum hjálparlaus, við gátum ekki gert neitt til að bjarga þeim,“ sagði sjónarvottur í viðtali á BBC. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas hafa að minnsta kosti 51.065 palestínskir einstaklingar látist í átökunum á milli Ísrael og Hamas. Átökin hafa staðið frá 7. október 2023 þegar Hamas gerði árás á tónlistarhátíð í Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Í vopnahléstillögu Ísraela fólst 45 daga vopnahlé gegn því að tíu ísraelskir gíslar í haldi Hamas yrðu látnir lausir. Hamas féllst ekki á þessa tillögu og sögðust „tilbúin til að semja tafarlaust um samning um að skipta á öllum gíslum við umsaminn fjölda Palestínumanna sem Ísraelar halda föngum.“ Khalil al-Hayya, samningamaður Hamas, segir ríkisstjórn Ísrael nota samningana, sem eru ekki tilbúnir samningar heldur einungis hluti þeirra, til að fela hver raunveruleg stefnumál stjórnarinnar eru, að halda áfram að útrýma og svelta íbúa Palestínu. Með þessu sé ríkisstjórnin einnig að fórna öllum ísraelskum gíslum í haldi Hamas. Talið er að 59 ísraelskir gíslar séu í haldi Hamas og að 24 þeirra séu á lífi. Ísraelar hafa áður sagt að yfirlýst markmið þeirra sé algjör afvopnun og eyðilegging Hamas samtakanna. Þeir hafa fyrirskipað íbúum á ákveðnum svæðum á Gasaströndinni að yfirgefa heimili sín. Margir óbreyttir borgarar á Gasaströndinni hafa látist í átökunum en í nýjustu árás Ísraela létust 37 manns. Árásin var gerð á tjaldbúðir óbreyttar borgara. Ísraelsher sagði að „Hamas hryðjuverkamaður“ hefði verið á svæðinu. Mikill fjöldi látinna eru börn. „Eldurinn var of mikill, hann gjöreyddi tjöldin og fólkið inni í þeim. Við vorum hjálparlaus, við gátum ekki gert neitt til að bjarga þeim,“ sagði sjónarvottur í viðtali á BBC. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Hamas hafa að minnsta kosti 51.065 palestínskir einstaklingar látist í átökunum á milli Ísrael og Hamas. Átökin hafa staðið frá 7. október 2023 þegar Hamas gerði árás á tónlistarhátíð í Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira