Hver eina króna kostar Seðlabankann þrjár Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2019 16:00 Í lok ársins 2018 var útgefið reiðufé Seðlabankans 72,8 milljarðar króna. Þar af voru útgefnir seðlar 68,7 milljarðar og útgefin mynt 4 milljarðar. Fréttablaðið/Anton - Fréttablaðið/Gunnar Það kostar Seðlabankann þrjár krónur að slá hverja eina krónu mynt. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis. Áður hefur verið greint frá því að ástæðan fyrir dýrum slætti sé verðhækkun á þeim málmum sem notaðir eru en eina krónan er í dag saman sett úr 75% kopar og 25% nikkel. Um er að ræða einu íslensku myntina þar sem kostnaður við myntsláttu er hærri en andvirði hennar. Eftir því sem virði myntar eykst minnkar hlutfall framleiðslukostnaðar af andvirði, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.Hyggst ekki hætta útgáfu þrátt fyrir kostnaðTegundEiningaverð100 kr. mynt11 krónur50 kr. mynt10 krónur10 kr. mynt5 krónur5 kr. mynt5 krónur1 kr. mynt3 krónur 10 þús. kr. seðill 21 krónur 5 þús. kr. seðill18 krónur1 þús. kr. seðill9 krónur500 kr. seðill18 krónur Svör Seðlabankans byggja á nýjustu fyrirliggjandi upplýsingum um kostnað hans við myntsláttu og seðlaprentun, umreiknaðan í íslenskar krónur. Íslensk mynt er slegin hjá Royal Mint en seðlar prentaðir hjá fyrirtækinu De La Rue. Bæði fyrirtækin eru staðsett í Bretlandi og hafa séð um myntsláttu og seðlaprentun fyrir íslensk stjórnvöld í fleiri áratugi. Þrátt fyrir mikinn kostnað hefur Seðlabankinn engin áform um að hætta útgáfu einu krónunnar eða gera aðrar breytingar varðandi stærð útgefinnar myntar eða seðla.Önnur ríki hafa hætt útgáfu smámyntar Hár hlutfallslegur kostnaður seðlabanka vegna útgáfu smámyntar er ekki einsdæmi og eru fleiri dæmi um slíkt víða um heim. Til að mynda kostaði það bandarísk yfirvöld eitt og hálft sent að slá hvert eitt sent árið 2016, og kostaði sami myntsláttur 1,6 sent í Kanada árið 2012. Árið 2013 brugðust stjórnvöld í Kanada við þessari stöðu með því að hætta útgáfu eina sentsins og þess í stað námunda öll verð á vörum og þjónustu að næstu fimm sentum þegar borgað er með reiðufé. Breytingin hafði engin áhrif á verð til þeirra sem nota greiðslukort. Talið er að þessi ákvörðun kanadískra yfirvalda hafi sparað ríkinu um milljarð íslenskra króna á hverju ári, sé miðað við gengi dagsins. Einnig hafa ríki á borð við Ástralíu, Holland, Noreg, Finnland og Svíþjóð farið svipaða leið. Fram kom í ritinu Fjármálainnviðir 2018, sem er útgefið af Seðlabankanum, að verulega hafi dregið úr notkun reiðufjár í staðgreiðsluviðskiptum hér á landi síðustu ár. Samkvæmt niðurstöðum Gallup könnunar sem bankinn lét gera á greiðsluhegðun íslenskra heimila í lok síðasta árs, notast Íslendingar við rafrænar greiðslulausnir á borð við greiðslukort í 87% tilvika þegar keypt er vara eða þjónusta. Seðlabankinn Tengdar fréttir Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00 Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Það kostar Seðlabankann þrjár krónur að slá hverja eina krónu mynt. Þetta kemur fram í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis. Áður hefur verið greint frá því að ástæðan fyrir dýrum slætti sé verðhækkun á þeim málmum sem notaðir eru en eina krónan er í dag saman sett úr 75% kopar og 25% nikkel. Um er að ræða einu íslensku myntina þar sem kostnaður við myntsláttu er hærri en andvirði hennar. Eftir því sem virði myntar eykst minnkar hlutfall framleiðslukostnaðar af andvirði, eins og sjá má í töflunni hér fyrir neðan.Hyggst ekki hætta útgáfu þrátt fyrir kostnaðTegundEiningaverð100 kr. mynt11 krónur50 kr. mynt10 krónur10 kr. mynt5 krónur5 kr. mynt5 krónur1 kr. mynt3 krónur 10 þús. kr. seðill 21 krónur 5 þús. kr. seðill18 krónur1 þús. kr. seðill9 krónur500 kr. seðill18 krónur Svör Seðlabankans byggja á nýjustu fyrirliggjandi upplýsingum um kostnað hans við myntsláttu og seðlaprentun, umreiknaðan í íslenskar krónur. Íslensk mynt er slegin hjá Royal Mint en seðlar prentaðir hjá fyrirtækinu De La Rue. Bæði fyrirtækin eru staðsett í Bretlandi og hafa séð um myntsláttu og seðlaprentun fyrir íslensk stjórnvöld í fleiri áratugi. Þrátt fyrir mikinn kostnað hefur Seðlabankinn engin áform um að hætta útgáfu einu krónunnar eða gera aðrar breytingar varðandi stærð útgefinnar myntar eða seðla.Önnur ríki hafa hætt útgáfu smámyntar Hár hlutfallslegur kostnaður seðlabanka vegna útgáfu smámyntar er ekki einsdæmi og eru fleiri dæmi um slíkt víða um heim. Til að mynda kostaði það bandarísk yfirvöld eitt og hálft sent að slá hvert eitt sent árið 2016, og kostaði sami myntsláttur 1,6 sent í Kanada árið 2012. Árið 2013 brugðust stjórnvöld í Kanada við þessari stöðu með því að hætta útgáfu eina sentsins og þess í stað námunda öll verð á vörum og þjónustu að næstu fimm sentum þegar borgað er með reiðufé. Breytingin hafði engin áhrif á verð til þeirra sem nota greiðslukort. Talið er að þessi ákvörðun kanadískra yfirvalda hafi sparað ríkinu um milljarð íslenskra króna á hverju ári, sé miðað við gengi dagsins. Einnig hafa ríki á borð við Ástralíu, Holland, Noreg, Finnland og Svíþjóð farið svipaða leið. Fram kom í ritinu Fjármálainnviðir 2018, sem er útgefið af Seðlabankanum, að verulega hafi dregið úr notkun reiðufjár í staðgreiðsluviðskiptum hér á landi síðustu ár. Samkvæmt niðurstöðum Gallup könnunar sem bankinn lét gera á greiðsluhegðun íslenskra heimila í lok síðasta árs, notast Íslendingar við rafrænar greiðslulausnir á borð við greiðslukort í 87% tilvika þegar keypt er vara eða þjónusta.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00 Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27 Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15 Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Kostar 2,50 að slá eina krónu Það kostar 2,50 krónur að slá eina íslenska krónu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari Alfreð Sigfússyni, rekstrarstjóra Seðlabankans. Ástæðan fyrir dýrum slætti er mikil hækkun á málmi á undanförnum misserum. 21. febrúar 2008 14:00
Ekki má búast við neinum straumhvörfum við framkvæmd peningastefnunnar Ásgeir er einn höfunda skýrslu ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu sem kom út í fyrra en þar er lögð áhersla á 2,5 prósenta verðbólgumarkmið að undanskildum húsnæðislið. 25. júlí 2019 13:27
Erfiðara að tryggja virkni greiðslukorta hér á landi ef til annars fjármálahruns kemur Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Vísis er það tíundað að meginástæðan fyrir þessu sé breytt fyrirkomulag debetkorta hér á landi. 5. júlí 2019 18:15
Alan Turing heiðraður á breskum peningaseðlum Maðurinn sem hefur verið nefndur faðir tölvunarfræðinnar mun skreyta fimmtíu punda seðilinn frá og með 2021. 15. júlí 2019 10:39