Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 07:45 Fjölskylda kælir sig í Labenne í suðvesturhluta Frakklands þar sem hitinn fór í 40 gráður í gær. AP/Bob Edme Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri og er spáð methita í nokkrum löndum, þar á meðal Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir hitabylgjurnar tvær bera einkenni loftslagsbreytinga af völdum manna. Í Bordeaux í Frakklandi mældist hæsti hiti frá upphafi mælinga í gær. Þá sýndi hitamælirinn 41,2°C, hálfri gráðu meira en fyrra met sem voru 40,7°C árið 2003. Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í Frakklandi vegna hita. Varað er við því að hitamet sem hefur staðið frá 1947 gæti verið slegið í París. Það stendur nú í 40,4°C. Hitinn á einnig að fara í 40°C í nokkrum löndum Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Belgíu hefur rauðu viðbúnaðarstigi verið lýst yfir fyrir allt landið í fyrsta skipti. Nærri Zaragoza á Mið-Spáni er einnig rauð viðvörun í gangi vegna hættu á kjarreldum. Varað er við mikilli hættu á kjarreldum þar og í Portúgal. Í Hollandi er viðlagaáætlun vegna hita í gildi og á Bretlandi er búist við því að hitinn fari í og yfir 35°C. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, hefur valdið hlýnun upp á um það bil eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn segja að hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur líklegri og ákafari en áður. Claire Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að eins og sést hafi á hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu í júní þá séu þær að verða tíðari, þær hefjist fyrr og verði ákafari. „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa,“ segir hún. Meðalhiti á jörðinni í júní var sá hæsti sem mælst hefur í þeim mánuði, meðal annars vegna hitabylgjunnar sem þá gekk yfir Evrópu. Belgía Frakkland Holland Loftslagsmál Portúgal Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri og er spáð methita í nokkrum löndum, þar á meðal Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir hitabylgjurnar tvær bera einkenni loftslagsbreytinga af völdum manna. Í Bordeaux í Frakklandi mældist hæsti hiti frá upphafi mælinga í gær. Þá sýndi hitamælirinn 41,2°C, hálfri gráðu meira en fyrra met sem voru 40,7°C árið 2003. Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í Frakklandi vegna hita. Varað er við því að hitamet sem hefur staðið frá 1947 gæti verið slegið í París. Það stendur nú í 40,4°C. Hitinn á einnig að fara í 40°C í nokkrum löndum Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Belgíu hefur rauðu viðbúnaðarstigi verið lýst yfir fyrir allt landið í fyrsta skipti. Nærri Zaragoza á Mið-Spáni er einnig rauð viðvörun í gangi vegna hættu á kjarreldum. Varað er við mikilli hættu á kjarreldum þar og í Portúgal. Í Hollandi er viðlagaáætlun vegna hita í gildi og á Bretlandi er búist við því að hitinn fari í og yfir 35°C. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, hefur valdið hlýnun upp á um það bil eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn segja að hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur líklegri og ákafari en áður. Claire Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að eins og sést hafi á hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu í júní þá séu þær að verða tíðari, þær hefjist fyrr og verði ákafari. „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa,“ segir hún. Meðalhiti á jörðinni í júní var sá hæsti sem mælst hefur í þeim mánuði, meðal annars vegna hitabylgjunnar sem þá gekk yfir Evrópu.
Belgía Frakkland Holland Loftslagsmál Portúgal Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24