Hvað höfum við gert? Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana berast okkur uggvænlegar fréttir af hitametum sem falla víða um heim. Hitabylgjur geisa í Evrópu og Norður-Ameríku með tilheyrandi þurrkum og uppskerubresti. Vísindamenn hafa staðfest að nýliðinn júnímánuður hafi verið heitasti júní í heiminum frá upphafi mælinga. Þá stefnir í að yfirstandandi mánuður verði heitasti mánuður sem mælst hefur í heiminum. Í skýrslu bandarísku haf- og loftrannsóknastofnunarinnar NOAA er staðan dregin saman. Níu af tíu heitustu júnímánuðum sem mælst hafa í heiminum voru á síðasta áratug. Síðasti júnímánuður var sá fertugasti og þriðji í röð þar sem hitinn var yfir meðaltali en síðustu 414 mánuði hefur hiti í heiminum verið yfir meðaltali hvers mánaðar. Ísbreiðan á Suðurskautslandinu hefur aldrei verið minni í júnímánuði og á norðurskautinu hefur aðeins einu sinni áður verið minni ís á þessum árstíma. Það er til marks um það hversu alvarleg staðan er orðin að svona fréttir eru hættar að komi fólki á óvart. Það er með engu móti hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er nú að eiga sér stað á áður óþekktum hraða. Vissulega geta orðið sveiflur í þeirri þróun en hún er augljós og verður ekki stöðvuð nema með róttækum aðgerðum. Það á ekki að þurfa fleiri skýrslur eða langtíma áætlanir. Það þarf að gera eitthvað núna. Vísindamenn á sviði loftslagsmála telja að hitabylgjum muni fjölga umtalsvert á næstu misserum verði ekkert að gert. Mannkynið þurfi að breyta hegðun sinni og draga verulega, eða jafnvel algjörlega, úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þótt við Íslendingar þurfum kannski ekki að óttast miklar hitabylgjur eru afleiðingar hlýnunarinnar allt í kringum okkur. Þar er bráðnun jökla nærtækasta og skýrasta dæmið. Þannig varð Ok fyrsti íslenski jökullinn til að hverfa en fari fram sem horfir verða þeir allir horfnir á næstu tvö hundruð árum. Bandarískir vísindamenn sem frumsýndu á síðasta ári heimildarmynd um jökulinn fyrrverandi eru væntanlegir til landsins í næsta mánuði. Þeir ætla með táknrænum hætti að senda skilaboð til framtíðarinnar með því að setja minnisvarða á leifar jökulsins. Á minnisvarðanum stendur meðal annars: „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Það er okkar allra að sjá til þess að eitthvað verði gert þannig að sá sem lesi þessi skilaboð í framtíðinni standi ekki frammi fyrir þeirri skelfilegu heimsmynd sem við að óbreyttu erum að skapa.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun