Fjöldi lögreglumanna í Alaska dæmdir afbrotamenn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 17:47 Alls eru 42 lögreglumenn við störf í Alaska sem dæmdir hafa verið fyrir ofbeldisglæpi. Vísir/Getty Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins. Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins.
Bandaríkin Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira