Kveðjuræðan Davíð Stefánsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hélt Theresa May sína síðustu formlegu ræðu sem forsætisráðherra Bretlands. May hefur starfað í breskum stjórnmálum í hálfa öld. Frá grasrótinni og upp. Hún fyllti umslög með fjöldapósti flokksins, var í stjórnmálum á námsárunum, var sveitarstjórnarmaður, og virk í kosningabaráttu flokksins. Hún var stjórnarandstöðuþingmaður í tólf ár og síðan níu ár í ríkisstjórninni, fyrst sem innanríkisráðherra og þá forsætisráðherra. Flestir þekkja að forsætisráðherratíð hennar hefur markast af misheppnuðum tilraunum til að ljúka útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kveðjuræðu sinni minnti May á miklar samfélagsframfarir síðustu áratuga. „Það hafa verið lýðræðisleg stjórnmál, opið markaðshagkerfi, viðvarandi gildi málfrelsis, réttarríkið og stjórnkerfi byggt á hugmyndinni um friðhelgi mannréttinda sem hafa skapað samhengi þessara framfara.“ Hún lagði út frá hefðbundinni íhaldsstefnu raunsæis og manngildis, með áherslu á öryggi, frelsi og tækifæri. Varfærni, háttprýði, hófsemi, og þjóðrækni var ítrekuð. Varðveita ætti það sem máli skiptir en taka ófeimin á móti breytingum. Viðurkenna jafnvel að breytingar geta verið varðveisla. Viðskipti væru þýðingarmikil en gera yrði fyrirtæki ábyrg brytu þau reglurnar. En May var ómyrk í máli þegar hún varaði við ástandi stjórnmála í Bretlandi og þeirri valdhyggju og lýðskrumi sem vex fiskur um hrygg víða um heim. „Í dag er full ástæða til að hafa alvarlegar áhyggjur, bæði hér heima fyrir og á alþjóðavettvangi, bæði að efni og ásýnd. Ég hef áhyggjur af stjórnmálaástandinu. Þessar áhyggjur byggjast á þeirri sannfæringu minni að þau gildi sem velgengni okkar byggir á verða ekki tekin sem gefin,“ sagði May. May sagði nauðsynlegt að standa vörð um alþjóðlegar skuldbindingar, svo sem um Parísarsamkomulagið og kjarnorkusamning stórveldanna. Henni varð tíðrætt um útgönguferli Breta úr Evrópusambandinu (Brexit) sem hafi verið eitrað af hugmyndafræði „allt eða ekkert“. Popúlískar hreyfingar hafi gripið tækifærið og nýtt það tómarúm sér til framdráttar. „Þær hafa fagnað pólitískri sundrung, greint óvini og sakað þá um vanda okkar og bjóða upp á ódýrar lausnir. Þannig er ýtt undir stjórnmál sundrungar sem sjá heiminn með hugsuninni „við gegn þeim“ – heim sigurvegara og tapara, þar sem litið er á málamiðlanir og samvinnu í gegnum alþjóðlegar stofnanir sem veikleikamerki en ekki styrk,“ sagði hún. Eitraða hugmyndafræðin er ekki síst innan hennar eigin flokks. Það kom skýrt fram þegar breska greiningarfyrirtækið YouGov kannaði hug flokksmanna Íhaldsflokksins í júní síðastliðnum til útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Niðurstöðurnar voru ótrúlegar. Trúarhitinn er nánast taumlaus. Í ljós kom að meirihluti flokksmanna vill klára Brexit-ferlið, jafnvel þótt það leiði til upplausnar breska konungsríkisins, verulegs efnahagslegs tjóns fyrir breska hagkerfið eða eyðileggingar og endaloka eigin flokks! – Eftirmanns May bíða erfið verkefni. Ekki síst ef það er sá sem atti þjóðinni á sundrungarforaðið.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun