Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 17:56 ap/Michal Fludra Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni. Hinsegin Pólland Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni.
Hinsegin Pólland Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira